Valmynd

Litla litabókin


Litla litabókin er eftir Evu Jónínu. Hún teiknaði flestar myndirnar í bókina þegar hún var 5 ára, en nokkrar eftir 6 ára afmælið sitt.

Í bókinni eru 56 myndir, og ættu allir krakkar á svipuðum aldri að hafa gaman að því að lita þær.

Litla litabókin kom út fyrir jólin 2017, og var útgáfa hennar fjármögnuð á Karolina Fund

Það eru alls kyns myndir í bókinni, enda fyrst og fremst hugarflug Evu sem ræður för. Mikið er um glaðlegar fígúrur af alls kyns toga.

Skoða nánar
Hér að neðan má sjá nokkur dæmi.

Ef þú ert búin/n að lita allar myndirnar í bókinni, þá geturðu líka prentað út fleiri myndir sem passa á A4 blað.

Svo er líka hægt að spila skemmtilegan litaleik, þar sem þú velur liti fyrir ævintýramynd sem byggir alfarið á myndum úr Litlu litabókinni.

Fröken Blómafrú og misheppnaða matarboðið


Sagan um fröken Blómafrú og misheppnaða matarboðið er eftir Evu Jónínu og pabba hennar.

Allar persónurnar í bókinni má einnig finna í Litlu litabókinni. En nú hafa þær fengið nöfn, persónuleika og liti. Eva myndskreytti söguna og teiknaði mikið af nýjum myndum en í bókinni er einnig að finna upphaflegar myndir úr litabókinni í bland við þær nýju.

Útgáfa þessarar bókar var einnig fjármögnuð á Karolina Fund.

Bókin er fyrst og fremst skemmtisaga. En það eru líka faldir hlutir á hverri síðu, sem yngstu lesendurnir geta dundað sér við að finna. Svo er líka hægt að æfa sig á klukku því tíminn líður í bókinni og á hverri síðu má sjá hvað klukkan slær.

Skoða nánar








Eva var dugleg við að gefa Litlu litabókina og gaf hundruð eintaka á góða staði.

Hún gaf Barnaspítala Hringsins bækur, kom bókum til grænlenskra barna með aðstoð
Hróksins og dreifði svo bókum á bókasöfn, biðstofur og fleiri staði.