18.3.2019
Stærsta Goðamót frá upphafi gekk vonum framar Um síðustu helgi fór fram Goðamót í 6.flokki karla. Skemmst er frá því að segja að mótið gekk frábærlega og virtust keppendur njóta sín í botn.
Um síðustu helgi fór fram Goðamót í 6.flokki karla. Skemmst er frá því að segja að mótið gekk frábærlega og virtust keppendur njóta sín í botn. Aldrei hafa fleiri þátttakendur og lið verið skráð til leiks alls 128 og erum við í Goðamótsstjórninni mjög ánægð með hvernig helgin gekk fyrir sig.

Við viljum auðvitað þakka öllum þeim sem komu á mótið, þátttakendum, þjálfurum og öllum þeim sem fylgdu liðunum. Einnig viljum við þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem hjálpuðu okkur um helgina, án þeirra hefði þetta verið ómögulegt.

Um helgina voru það svo Blikadrengir sem fengu Goðamótsskjöldinn fyrir fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan. Þeir vöktu sérstaka athygli í Glerárskóla fyrir góða umgengni og hegðun.

Næsta Goðamót Þórs fer fram helgina 5.-7. apríl og þá verða stúlkur í 5. flokki í aðalhlutverkinu. Leikinn verður 5 manna bolti. 
Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.