7.7.2019
Vængir Júpíters og Græna Þruman Pollamótsmeistarar 2019 Listi með sigurvegururum allra deilda komið á síðuna ásamt myndum frá lokahófinu

Um helgina fór fram hið árlega Pollamót Samskipa og var þetta í 32. sinn sem mótið er haldið.

Keppt var í 6 deildum þ.e. þrem deildum karla og þrem deildum kvenna og til leiks voru skráð 60 lið þ.e. 42 lið karla og 18 lið kvenna. 

Mótið í heild gekk afar vel og ekki skemmdi fyrir að veður var gott sérlega seinni daginn. Boðið var upp á ýmis skemmtiatriði m.a. tróð Ingó Veðurguð upp á föstudagskvöldinu í Hamri. Þar þandi hann raddböndin eins og honum einum er lagið og plokkaði gítarinn af stakri prýði og það kunnu gestir svo sannarlega vel að meta.

Á laugardagskvöldinu eftir lokahófinu var blásið til stórdansleiks í Boganum þar sem Páll Óskar hélt uppi stuðinu til klukkan 04. Gestur Palla á sviði var StórÞórsarinn Halldór Kristinn Harðarson,  Dóri KÁ/AKÁ þar sem hann tók m.e. lag sitt magnaða ,,Þorpið mitt” sem hittir alla í hjartastað. Geggjaður. 

Verðlaunahafar og heiðurverðlaun

Á hverju Pollamóti veitir pollmótsnefndin einstaklingum heiðursverðlaun fyrir þeirra aðkomu að mótinu sem getur verið með ýmsum hætti. 

Í ár voru það tvær konur sem hlutu heiðursverðlaun Pollamótsins. Þetta eru þær, Þórunn Sigurðardóttir og Elísabet Tómasdóttir. 

Umsögn: 
Þórunn Sigurðardóttir – Tóta – hefur reyndar ekki keppt á Pollamóti í nokkur ár, en árið 1996 fékk hún undanþágu til að standa í markinu hjá Magna þar sem liðið vantaði mannskap. Undanþágan fólst í því að hún – konan – fékk að spila með karlaliði. Og það þýðir að Tóta var fyrsta konan sem keppti á Pollamóti Þórs. Eftir þetta keppti hún síðan í mörg ár með kvennaliði Þórs. En sem fyrsta konan til að keppa á Pollamóti Þórs fær hún heiðursverðlaun Pollamótsins 2019.

Í ár eru það tvær konur sem hljóta heiðursverðlaun Pollamótsins. Hin konan hefur tekið þátt í Pollamóti Þórs á hverju einasta ári alla 21. öldina – samfleytt í 19 ár. Hún er í KR og heitir Elísabet Tómasdóttir og hún fær heiðursverðlaun Pollamótsins 2019. 

Sigurvegar Pollamótsins í ár eru: 

Polladeild
1. Vængir Júpíters
2. Afkæmi PVG
3. Allt Annar Flokkur
Markakóngur: Heimir, FC Gæjak

Skvísudeild: 
1. Græna Þruman
2. Sveitapiltsins draumur
3. FC Bombur
Markadrottningar: Oddný Karólína Hafsteinsdóttir, Græna þruman
og Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Dætur þorpsins

Lávarðadeild: 
1. Hvíti Riddarinn
2. Umf. Óþokki
3. Ginola
Markakóngur: Víðir Jónsson, Magna Grenivík

Dömudeild: 
1. ÍBValur
2. Sírenur
3. Team F&F Kroppar
Markadrottning: Kristín Ýr Bjarnadóttir, ÍBValur

Öðlingadeild: 
1. KR
2. Grótta
3. Umf. Óþokkar
Markakóngur: Stefán, Real Grímsey

Ljónynjudeild: 
1. Drottningar
2. KR
3. Búbblurnar
Markadrottning: Guðlaug Jónsdóttir, KR

Gleðigjafar mótsins: 
Team F&F Kroppar
Wilson Muuga

Flottasta liðið:
Goldenboys
Goal Diggers

Myndir frá lokahófinu eru komnar í myndaalbúm, fótboltamyndir koma í albúm á mánudag og þriðjudag. 

Myndir lokahóf: Palli JóhÞessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.