8.7.2018
Myndir og verðlaunahafar MYNDBAND Myndir frá Pollamótinu komnar í myndaalbúm og upplýsingar um verðlaunahafa komnar inn. Einnig viðtal við Sigurð Grétar fyrirliða Ginola.

31. Pollamót Þórs í knattspyrnu sem fram fór um helgina lauk í gær með lokahófi í Hamri og stór dansleik í Boganum þar sem hljómsveit allra landsmanna, Stuðmenn léku fyrir dansi.

Í ár voru alls 47 lið skráð til leiks og var spilað í 6 deildum þ.e. þrem deildum karla og þrem deildum kvenna. Mótið sjálft fór mjög vel fram og veður heilt yfir með ágætum. 

Úrslit í deildum og verðlaunahafar voru sem hér segir. 

Ljónynjudeild (35+)

1. KR
2. Systur

Markadrottning: Elísabet Tómasdóttir í KR. Hefur tekið þátt í öllum Pollamótunum frá 2001.

Öðlingadeild (45+)

1. Grótta
2. Umf. Óþokki
3. Real Grímsey

Markakóngur: Erlingur Guðmundsson, BVV – jafnframt markahæsti maður mótsins

Dömudeild (28-34 ára)

1. ÍBValur
2. Queen Elizabeth
3. Magnaðar

Markadrottning: Þóra Helgadóttir, ÍBValur

Lávarðadeild (38-45 ára)

1. Ginola
2. Hvíti ridddarinn
3. Gagginn 80

Markakóngar: Ingvar Gíslason, Lion KK og Einar Geirsson , Umf. Óþokki

Skvísudeild (20-27 ára)

1. Græna þruman
2. Sveitapiltsins draumur
3. Drottningar

Markadrottning: Sigríður Jóna Clausen, FC Bombur B


Polladeild (30-37 ára)

1. Dalvík
2. KFF Masters 
3. FC BBQ

Markakóngar: Guðmundur Auðunsson í Vængjum Júpíters og Jón Gunnar, KFF Masters.

Ýmis verðlaun sem veitt voru. 

Pollamótsdómarinn: Ármann Hinrik Kolbeinsson 

Gleðigjafar karlar: Bjartar vonir vakna í Öðlingadeild

Gleðigjafar konur: KR í Ljónynjudeild

Þorpari karlar: Sævar Þröstur Eysteinsson

Þorpari konur: Dóra Sif Sigtryggsdóttir

Heiðursverðlaun: Ginola

Myndir frá mótinu eru nú komnar í myndaalbúm. 

Myndir föstudags

Myndir laugardags

Myndir frá verðlaunaafhendingu 

Allar myndir Palli Jóh/thorsport.is 

Heiðursverðlaunahafar gefa milljón til góðgerðarmála

Þeir félagar í Ginola sem til fjölda ára hafa tekið þátt í Pollamótum Þórs og vakið mikla athygli fyrir skemmtilega og líflega framkomu héldu uppteknum hætti í ár.

Á laugardeginum afhentu liðsmenn Ginola MND félaginu á Íslandi eina milljón og 14 þúsund krónur. Ástæða þessara peningagjafar er að Ágúst Guðmundsson fyrrum körfuboltaþjálfari og læriföður margra Ginola-manna veiktist af mnd sjúkdómnum og þannig vildu þeir leggja Gústa og fjölskyldu hans lið í baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm. Það var eiginkona Ágústs, Guðrún Gísladóttir og dóttir þeirra Berglind Eva sem tóku við gjöfinni fyrir hönd MND félagsins á Íslandi. 

Sigurður Grétar Sigurðsson fyrirliði Ginola sagði ,,Ágúst H. Guðmundsson er þvílíkur toppmaður og hann gerði marga af Ginola-mönnunum að mönnum. Hann ól okkur nánast upp frá því við vorum pínulitlir vitleysingjar. Því er þessi gjöf afar ánægjuleg fyrir hann og félagið og vonandi koma fleiri að og styrkja þetta góða málefni“ sagði Sigurður Grétar í viðtali við ÞórTV sem sjá má hér að neðan. 

Sigurður Grétar Sigurðsson fyrirliði Ginola Þökkum öllum Pollamótsgestum fyrir frábært mót og góðrar heimkomu og óskum verðlaunahöfum til hamingju. Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.