Matseðlar og innihald


Allar máltíðir eru í matsal Glerárskóla, nema grilluðu Goðapylsurnar, sem eru í Hamri.
Innihaldslýsingar fyrir lasagne og sænskar kjötbollur eru neðst á síðunni.

Föstudagur
Kvöldverður

Lasagne (smellið til að opna innihaldslýsingu), steiktar kartöflur, salat, djús (appelsínu, ananas), kaffi.
Ef þú ert ekki með armband mótsins er í boði að kaupa staka máltíð á 1.000 krónur (ekki posi). Einnig hægt að kaupa matarmiða hjá mótsstjórn.

Laugardagur
Morgunverður

Corn Flakes, Cheerios, súrmjólk, léttmjólk, púðursykur, samlokubrauð, smjörvi, skinka, spægipylsa, ostur, djús (appelsínu, ananas), niðurskornar appelsínur og bananar, kaffi.
Ef þú ert ekki með armband mótsins er í boði að kaupa staka morgunverð á 500 krónur (ekki posi). Einnig hægt að kaupa matarmiða hjá mótsstjórn.

Hádegisverður
Skinkupasta (Pasta Zara), smábrauð, salat, djús (appelsínu, ananas), kaffi. Carbonara pastasósa - sjá innihaldslýsingu hér. 
Ef þú ert ekki með armband mótsins er í boði að kaupa staka máltíð á 1.000 krónur (ekki posi). Einnig hægt að kaupa matarmiða hjá mótsstjórn.

Kvöldverður
Sænskar kjötbollur (smellið til að opna innihaldslýsingu), hrísgrjón, súrsæt sósa, salat, djús (appelsínu, ananas), kaffi.
Ef þú ert ekki með armband mótsins er í boði að kaupa staka máltíð á 1.000 krónur (ekki posi). Einnig hægt að kaupa matarmiða hjá mótsstjórn.

Sunnudagur
Morgunverður

Corn Flakes, Cheerios, súrmjólk, léttmjólk, púðursykur, samlokubrauð, smjörvi, skinka, spægipylsa, ostur, djús (appelsínu, ananas), niðurskornar appelsínur og bananar, kaffi.
Ef þú ert ekki með armband mótsins er í boði að kaupa staka morgunverð á 500 krónur (ekki posi). Einnig hægt að kaupa matarmiða hjá mótsstjórn.

Í Hamri
Niðurskornir bananar og appelsínur í boði í Hamri á sunnudagsmorgni.

Goða grillpylsupartí
Grillaðar pylsur frá Goða, brauð frá Myllunni, tómatsósa, sinnep og steiktur laukur, Svali (appelsínu, epla).

Grænmetisfæði og sérfæði vegna ofnæmis, sjúkdóma eða annars
Ef þátttakandi hefur ofnæmi fyrir ákveðnum fæðutegundum er það á ábyrgð foreldra/fararstjóra/liðsstjóra að koma slíkum upplýsingum á framfæri við mótshaldara. Vinsamlega hafið samband við mótsstjóra (godamot[at]thorsport.is með góðum fyrirvara með upplýsingum og/eða óskum um sérfæði vegna ofnæmis eða sjúkdóma, sem og ef í hópnum eru þátttakendur sem aðeins neyta grænmetisfæðis.

Hér eru dæmi um launsir (pdf-skjal), innihaldslýsing fyrir grænmetisbuff, baunabuff og spínatbuff frá Norðlenska. 

Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.