5.7.2018
Lokað á skráningar á Pollamótið - minnum á greiðslu staðfestingargjalds
Nú styttist óðfluga í Pollamótið 2018 þótt ótrúlegt sé miðað við veðrið í dag - en við lofum bót og betrun á morgun og laugardag. 

Lokað hefur verið fyrir skráningar liða, en enn geta einstaklingar komið sér inn á leikmannamarkaði og lið auðvitað auglýst eftir leikmönnum ef vantar. 

(Lesa meira...)


Gjaldkerinn minnir á greiðslu staðfestingargjalds og svo mæta auðvitað öll liðin og ganga frá sínu gjaldi annað hvort í kvöld eða fyrir fyrsta leik á morgun og fá armbönd mótsins. 

Við  uppsetningu  á  leikjafyrirkomulagi  í  hverri  deild  er  höfð  hliðsjón  af  fjölda  liða  í  deildunum  og  keppnin  sett  upp  þannig  að  ekkert  lið  spili  færri  en  fjóra  leiki  og  ekkert  lið  fleiri  en  átta  leiki.  Þar  sem  fjöldi  liða  í  deildunum  er  mismunandi  og  stendur  á  oddatölu  í  sumum  deildum  flækjum  við  málin  dálítið  og  spilum  alls  konar.

Unnið er að því að fínpússa keppnisfyrirkomulagið í hverri deild og verður það auglýst síðar í dag - og svo verður auðvitað dregið í riðla í kvöld.

Vakin er athygli á breyttum nöfnum á völlunum, en skýringarmynd verður birt hér á síðunni síðar í dag.

Fjöldi liða:
Polladeild: 15
Lávarðadeild: 9
Öðlingadeild: 8
Skvísudeild: 7
Dömudeild: 6
Ljónynjudeild: 2

Hér má sjá þau lið sem skráð eru. 
Pollar 30-37 ára Lávarðar 38-45 ára Öðlingar 45+ Skvísur 20-27 ára Dömur 28-34 ára Ljónynjur 35+
Eimreiðin LionKK BVV Græna Þruman Óþokki kvk KR
KFF masters UMF Óþokki Stjörnulið UBH Ladybugs F&F/Kroppar Systur
Strókur FC NB Athletics UMF Óþokki Fc Bombur A B-liðið
Ungmennafélagið Ívar Gagginn 80 KR Fc Bombur B Magnaðar
FC Eyjafjallajökull Ginola Huginn Fellum Sveitapiltsins draumur Íbvalur
FC Samba Real Grímsey Real Grímsey Drottningar Queen Elizabeth
UMF Óþokki Magni Þór C Goal Diggers
Dalvík Þrymur Grótta
Vængir Júpiters Hvíti Riddarinn
FCBBQ
King Hamrarnir
KF Móði
Allt annar flokkur
KF
Grundó


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.