27.5.2018
Skráning á Pollamót Þórs er hafin Ert þú búinn að skrá þitt lið? ,,Hljómsveit allra landsmanna” hinir einu sönnu Stuðmenn munu spila á Pollamótsballinu laugardagkvöldið 7. júlí. Forsala miða fer fram í Hamri.
Miðaverð í forsölu 3.000 krónur en 3.500 krónur við Hurð. 

Skráning er hafin á 31. Pollamót Þórs og Icelandair sem haldið verður helgina 6. – 7. júlí. Pollamót Þórs hafa ávallt verið svo miklu, miklu meira en bara fótbolti, þetta er skemmtun að bestu gerð fyrir alla fjölskylduna og í ár verður engin undantekning þar á.

Keppt verður í sex deildum þ.e. þremur deildum karla og þrem deildum kvenna.
Karladeildirnar eru: Polladeild 30-37 ára og Lávarðardeild 38-44 ára og Öðlingadeild 45 ára og eldri.

Deildirnar hjá konunum eru; Skvísudeildin 20-27 ára, Dömudeildin 28-34 ára og Ljónynjudeildin 35 ára og eldri. 

Mótinu lýkur svo með stór dansleik sem fram fer í Boganum á laugardagskvöldinu þar sem ,,Hljómsveit allra landsmanna” hinir einu sönnu Stuðmenn leika fyrir dansi. 

Skrá lið á mótið


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.