8.7.2017
Fótboltinn búinn, fjörið rétt að byrja Öllum úrslitaleikjum á Pollamótinu 2017 er nú lokið, en fjörið rétt að byrja. Við höldum áfram með kvöldvöku og verðlaunaafhendingu í kvöld og síðan stórdansleik með Helga Björns og fleirum.

Verðlaunaafhending hefst kl. 9 á pallinum við Hamar. Síðan hefst stórdansleikur í Boganum á miðnætti með SSSól, Sölku Sól og Þórsbandinu. Miðar til sölu í Hamri.


Smellið hér til að opna pdf-skjal með öllum úrslitum laugardagsins. Úrslit leikja og stöður í riðlum má einnig sjá á mótavef Þórs hér.

Á mótavefinn eru komnar inn myndir frá föstudeginum, myndir frá laugardeginum og myndir frá verðlaunaafhendingu. Myndirnar tók Páll Jóhannesson.

Hér eru þrjú efstu lið í öllum deildum, ásamt markadrottningum og markakóngum. Markahæsti leikmaðurinn yfir allt mótið er Þóra Björg Helgadóttir, ÍBVal í Dömudeild, en hún skoraði 16 mörk.

Ljónynjur
1. KR
2. BReynir og Drottningar, 
Liðin enduðu saman í 2. sæti með jafnmörg stig, nákvæmlega sömu markatölu og jafnt í innbyrðis viðureignum.
Markadrottning: Hjördís Guðmundsdóttir, KR

Öðlingar
1. Grímsey/Draumur
2. KR
3. Umf. Óþokki
Markakóngur: Finnur Thorlacius, KR

Dömur
1. ÍBValur
2. Magnaðar
3. F&F Kroppar
Markadrottning: Þóra Björg Helgadóttir, ÍBVal

Lávarðar
1. Þrymur
2. Real Grímsey
3. Umf. Óþokki
Markakóngur: Ólafur Már Sigurðsson, Innri fegurð

Skvísur
1. Dætur Þorpsins
2. Græna þruman
3. Sveitapiltsins draumur
Markadrottning: Brynja Dögg Sigurpálsdóttir, Dætrum Þorpsins

Pollar
1. Eimreiðin
2. FC BBQ
3. Grundarfjörður
Markakóngur: Gylfi Aron Gylfason, Eimreiðinni

Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.