4.7.2016
Verðlaunahafar á 29. Pollamóti Þórs Uppfært með myndum Dalvík, Lion KK, KR, Dætur Þorpsins, ÍBValur og KR eru Pollameistarar 2016. Garðar Guðmundsson úr Gróttu hlaut heiðursviðurkenningu mótsins. Palli Magg hefur dæmt 180 leiki á Pollamótunum í gegnum tíðina.


29. Pollamótið fór fram um helgina, ekki alveg alla dagana í blíðskaparveðri, en allt hafðist þetta þó með góðum vilja og með gleðina að vopni.

Á Pollamótunum eru allir sigurvegarar, en sumir fá þó fleiri viðurkenningar en aðrir. Hér er listi yfir alla verðlaunahafa, en von er á myndum fljótlega.

Ljónynjudeild
1. KR
2. Sverrir Ben
3. Breynir

Öðlingadeild
1. KR
2. Grótta 1
3. Þór C

Dömudeild
1. ÍBValur
2. Magnaðar
3. Sírenur

Lávarðadeild
1. Lion KK
2. Boltafjelagið
3. Real Grímsey

Skvísudeild
1. Dætur Þorpsins
2. FC Champz
3. FC Bombur

Polladeild
1. Dalvík
2. Hvíti Riddarinn
3. Ginola

Markahæstu leikmenn
Markahæsti leikmaður yfir allt mótið er reyndar þekktari fyrir að verja mark en að skora mörk. Hún á að baki fjölmarga landsleiki og reyndar eitt mark þó hún hafi spilað sem markvörður. Þetta er auðvitað Þóra B. Helgadóttir, en hún skoraði 11 mörk fyrir ÍBVal á mótinu.

Pollar: Trausti Guðmundsson, Real Grímsey
Lávarðar: Vilberg Marinó Jónasson, Real Grímsey
Öðlingar: Ingólfur Garðarsson, Gróttu
Skvísur: Oddný Karólína Hafsteinsdóttir, FC Champz
Dömur: Þóra B. Helgadóttir, ÍBVal
Ljónynjur: Guðlaug Jónsdóttir, KR

Aukaverðlaun
Metnaðarfyllsta liðið: Magnaðar
Tilþrif mótsins: Ásta Árnadóttir, ÍBValur (fyrir innköst)
Umhyggjusamasta liðið: FC Kroppar
Besta lagið: Ginola
Nöldur mótsins: Orri Stefánsson, kl. 10:03:20 á föstudagsmorgni
Vandræðagemsar mótsins: FC Champz

Heiðursviðurkenning: Garðar Guðmundsson, Gróttu
Eins og fram hefur komið var nýafstaðið Pollamót það 29. í röðinni. Þótt ótrúlegt sé eru til menn sem hafa komið á öll mótin. Garðar Guðmundsson, stofnandi íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi, hefur komið á Pollamót í hvert einasta skipti frá upphafi, stundum með eitt lið, stundum tvö. Íþróttafélagið Þór og mótsstjórn Pollamóts Þórs og Icelandair eru gríðarlega þakklát fyrir þá tryggð sem Garðar hefur sýnt okkur í gegnum árin og vonandi á hann eftir að koma í mörg, mörg ár áfram með lið Gróttu. Ávallt velkominn! 

Á lokahófi mótsins á laugardagskvöld veitti félagið Garðari heiðursviðurkenningu Pollamótsins og var honum að sjálfsögðu vel fagnað af fjölmörgum þátttakendum sem sóttu lokahófið.

Ekkert Pollamót án Palla Magg
Eins og alltaf á knattspyrnumótum þarf félagið að reiða sig á fjölda sjálfboðaliða í fjölmörg störf í kringum mótið. Hér með færum við okkar bestu þakkir öllum þeim sem tóku þátt í mótinu; keppendum, áhorfendum, starfsfólki félagsins, sjálfboðaliðum og öðrum sem á einn eða annan hátt gerðu þetta mót að þeirri skemmtun sem það er.
Það er lán félagsins og Pollamótsins að sama fólkið er tilbúið ár eftir ár að leggja hönd á plóg. Einn þeirra sem hefur hvað lengst komið að mótunum er Páll Albert Magnússon, en hann hefur dæmt fleiri leiki á mótunum en nokkur annar. Fréttaritari mótsins komst yfir upplýsingar um leikina sem Palli Magg hefur dæmt. Fyrir þetta mót hafði hann dæmt 172 leiki á Pollamótum. Talning stendur yfir, en áætlað er að hann hafi dæmt átta leiki núna um helgina og er því kominn með 180 leiki samtals. Takk, Palli!

Myndir frá mótinu.

Föstudagurinn 1. júlí albúm 1

Föstudagurinn 1. júlí albúm 2

Laugardagur 2. júlí

Verðalaunahafar


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.