4.7.2013
7-9-13, Tipphorn Pollamótsins - þrír pottar, tippað á leiki í öllum deildum Við ætlum að bjóða upp á skemmtilegan getraunaleik í öllum deildum Pollamóts Þórs og Icelandair um helgina. Seðlar með leikjalistum verða klárir fljótlega eftir að dregið hefur verið í riðla

Leikurinn hefur fengið heitið "7-9-13" sem helgast af því að boðið er upp á þrenns konar seðla, 7 leikja seðil í Skvísu- og Ljónynjudeild (saman), 9 leikja seðil í Lávarða- og Öðlingadeild (saman) og 13 leikja seðil í Polladeildinni.

Leikurinn er einfaldur, þú tippar, helmingur af verði seðils fer í verðlaunapottinn í viðkomandi deild og sá tippari sem nær flestum leikjum réttum í þeirri deild hirðir pottinn.

Seðlarnir verða til sölu í Hamri, en einnig má senda inn seðla í tölvupósti og millifæra þá um leið á reikning 0566-05-443744, kt. 710269-2469. Getraunastjóri er Haraldur Ingólfsson, haring[at]simnet.is, 8242778.


Reglurnar (pdf-skjal).


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.