8.4.2019
Þór 1 Goðamótsmeistari A liða 6. flokki kvenna Um liðna helgi fór fram þriðja og síðasta Goðamót ársins en þar voru stúlkur í 6. flokki í aðalhlutverkinu. 

Alls sendu 14 félög 45 lið til leiks á mótið sem var það 61. í þessari vinsælu mótaröð.  

Sigurvegarar á mótinu urðu:

A lið - Þór 1 

B lið - Magni 

C lið - Breiðablik (Selma Sól) 

D lið - HK 4

E lið – Breiðablik (Andrea Rán)

F lið – KF 2

Goðaskjöldinn hlaut að þessu sinni lið Tindastóls. Goðaskjöldurinn er veittur fyrir fyrirmyndarframkomu innan vallar sem utan.

Goðamótsnefnd vill þakka öllum þeim félögum sem mættu á mótið um nýliðna helgi. Við vonum að keppendur og aðstandendur hafi haft gaman af og allt hafi gengið vel. Vonandi sjáum við sem flesta aftur á næsta ári.Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.