5.4.2019
61. Goðamót Þórs hefst í dag Nú um helgina fer fram þriðja Goðamót ársins og eru stúlkur í 6. flokki í aðalhlutverkinu mótið nú er það 61. í þessari vinsælu mótaröð.  
Nú um helgina fer fram þriðja Goðamót ársins og eru stúlkur í 6. flokki í aðalhlutverkinu mótið nú er það 61. í þessari vinsælu mótaröð.  

Að þessu sinni senda alls 14 félög 45 lið til leiks félögin eru auk Þórs, Breiðablik, Höttur, KA, HK, Magni, Völsungur, Tindastóll, Dalvík, KF Vestri, Fjarðabyggð og Hvöt/Kormákur.
Keppt er í 6 manna bolta svo gera má ráð fyrir því að keppendur séu á fjórða hundraðið auk þjálfara, liðstjóra og þá fylgja fjölmargir foreldrar og forráðamenn. 

Flautað verður til leiks í fyrstu leikina í dag klukkan 15:35 og verður spilað fram á kvöld síðustu leikirnir hefjast klukkan 18:55.

Á laugardagurinn hefjast fyrstu leikir dagsins klukkan 10:00. Síðustu leikir dagsins hefjast klukkan 15:00.

Á sunnudeginum verður flautað til leiks klukkan 10:30 og mótinu lýkur klukkan 13:30.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum á facebooksíðu Goðamótanna www.facebook.com/godamot  sem og í tenglum hér að neðan.


Riðlar á  mótinu 
 
Allir leikir 

Sem sagt líf og fjör í Boganum og í Hamri um helgina og hvetjum við fólk til þess að kíkja við og upplifa stemninguna hjá krökkunum.Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.