15.3.2019
60. Goðamót Þórs hefst í dag Alls eru 128 lið frá 19 félögum skráð til leiks og er mótið nú það stærsta frá upphafi þessara vinsælu mótaraða.
60. Goðamót Þórs hefst í dag

Alls eru 128 lið frá 19 félögum skráð til leiks og er mótið nú það stærsta frá upphafi þessara vinsælu mótaraða.

Nú um helgina fer fram annað Goðamót ársins og eru drengir í 6. flokki í aðalhlutverkinu. Mótið, er gríðarlega stórt en nú eru 128 lið frá 19 félögum skráð til leiks og hafa liðin aldrei verið fleiri á þessari vinsælu mótaröð og eru mótin nú orðin 60 frá upphafi. Keppt er í 6 manna bolta svo gera má ráð fyrir því að keppendur séu í kringum 900 talsins. Við þessa tölu bætast svo þjálfara, liðstjórar og fjölmargir foreldrar og forráðamenn, svo gestum bæjarins fjölgar umtalsvert þessa helgi. 

Félögin sem senda lið til leiks auk Þórs eru, Breiðablik, Fjölnir, HK, KA, KR, Stjarnan, Fjarðabyggð, Höttur, Tindastóll, Hvöt/Kormákur, KF, Vestri, Völsungur, Magni, Dalvík, Einherji og Langanes. 

Flautað verður til leiks í fyrstu leikina í dag klukkan 15 og verður spilað fram á kvöld síðustu leikirnir hefjast klukkan 21:15.

Á laugardagurinn verður tekin snemma og ekki veitir af á svo stóru móti sem raunin er á og hefjast fyrstu leikir laugardagsins klukkan 08:00. Síðustu leikir dagsins hefjast klukkan 17:35.

Á sunnudeginum verður flautað til leiks klukkan 08:30 og mótinu lýkur svo um klukkan 15:00.

Ljóst er að það mun verða líf og fjör í Boganum og í Hamri um helgina og hvetjum við fólk til þess að kíkja við og upplifa stemninguna hjá krökkunum.

Hægt verður að fylgjast með úrslitum á facebooksíðu Goðamótanna www.facebook.com/godamot  sem og í tenglum hér að neðan.

Úrslit: 

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

Sem sagt fótboltaveisla í Boganum um helgina.Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.