26.2.2019
Breiðablik sigursælt á 59. Goðamóti Þórs Liðsmyndir komnar í myndaalbúm Segja má að lið Breiðablik hafi verið sigursælt á þessu fyrsta Goðamóti ársins en liðið varð Goðamótsmeistari í fjórum af fimm flokkum sem keppt var í.
Nú um helgina fór fram 59. Goðamót Þórs þar sem stúlkur í 5. flokki voru í aðalhlutverkinu. 

Alls voru 37 lið frá 13 félögum skráð til leiks að þessu sinni og tókst mótið með miklum ágætum. 

Segja má að lið Breiðablik hafi verið sigursælt á þessu fyrsta Goðamóti ársins en liðið varð Goðamótsmeistari í fjórum af fimm flokkum sem keppt var í þ.e. A, B, D og E liðum. 

Í flokki C liða sigraði Hvöt/Fram. 
 
Efstu þrjú lið í hverjum riðli urðu þessi: 

A: lið
1. Breiðablik 1
2 Þór 1
3 Þróttur 1

B: lið 
1. Breiðablik 2
2. Þór 2
3. Breiðablik 3

C: lið
1. Hvöt/Fram
2. Þór 3
3. KA 3

D: lið
1. Breiðablik 5
2. Breiðablik 6
3. KA 4

E: lið
1. Breiðablik 7
2. Þór 6
3. Breiðablik 8

Goðaskjöldinn hlaut að þessu sinni lið Aftureldingar. Goðaskjöldurinn er veittur fyrir fyrirmyndarframkomu utan vallar sem innan.

Goðamótsnefnd vill þakka öllum þeim félögum sem mættu á mótið um nýliðna helgi. Við vonum að keppendur og aðstandendur hafi haft gaman af og allt hafi gengið vel. Vonandi sjáum við sem flesta aftur á næsta ári.

Einnig viljum þakka öllum okkar styrktaraðilum og sjálfboðaliðum fyrir aðstoðina, því án þeirra hefði þetta svo sannarlega ekki verið hægt.

Liðsmyndir teknar á mótinu: Myndir: SportHero


Lið Aftureldingar sem hlaut Goðaskjöldin á þessu móti. Mynd: SportHero
Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.