22.2.2019
59. Goðamót Þórs fer fram um helgina Um helgina fer fram fyrsta Goðamót Þórs á þessu ári og þar eru stúlkur í 5. flokki í aðalhlutverkinu
Um helgina fer fram fyrsta Goðamót Þórs á þessu ári og þar eru stúlkur í 5. flokki í aðalhlutverkinu.

Alls  eru 37 lið skráð til leiks og auk Þórs senda 12 önnur félög lið á mótið þ.e. Völsungur, KA, Austurland, Breiðablik, Þróttur, Tindastóll, Afturelding, Dalvík, Hvöt/Fram, Vestri, Kormákur.

Fyrstu leikir mótsins hefst klukkan 16 í dag og síðustu leikir dagsins hefjast svo um klukkan 20:30. 

Á morgun, laugardag verður flautað til leiks klukkan 9:30 og síðustu leikir dagsins hefjast klukkan 17.  Á sunnudag verður flautað til leiks klukkan 9 og mótinu lýkur svo um klukkan 14. 

Úrslit leikja og aðrar upplýsingar um mótið meðan á því stendur verða á facebooksíðu mótsins  www.facebook.com/godamot

Leikjaplanið má nálgast HÉR

Hvetjum fólk til þess að kíkja við í Bogann um helgina og fylgjast með krökkunum og njóta þess sem í boði er. Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.