12.11.2018
58. Goðamót – Takk fyrir okkur Goðamótsnefnd vill þakka öllum styrktaraðilum, sem og sjálfboðaliðum fyrir aðstoðina, því án þeirra hefði þetta svo sannarlega ekki verið hægt.

Um nýliðna helgi fór fram 58. Goðamót Þórs og voru það drengir í 5.flokki sem tóku þátt í þetta skiptið.

Eins og flestir vita var þetta í fyrsta skipti sem Goðamót er haldið fyrir áramót en ekki í ársbyrjun eins og venjan hefur verið. Því var fyrirvarinn á mótinu styttri en áður. Þrátt fyrir það teljum við að mótið hafi verið mjög gott. Þátttakendur voru hæstánægðir, öll lið fengu fullt af leikjum og gekk allt vel. 

Þrátt fyrir að þessi stutti fyrirvari hafi kannski gert okkur aðeins erfiðara fyrir þetta árið, þá teljum við í Goðmótsstjórninni að þessi breyting sé klárlega góð breyting til lengri tíma litið. 

Takk fyrir okkur

Goðamótsnefnd vill þakka öllum þeim félögum sem tóku slaginn með okkur og komu á mótið, það var ekki sjálfgefið en þau sýndu mikinn liðleika og fyrir það erum við þakklát.

Einnig viljum þakka öllum okkar styrktaraðilum og sjálfboðaliðum fyrir aðstoðina, því án þeirra hefði þetta svo sannarlega ekki verið hægt.
Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.