9.11.2018
58. Goðamót Þórs fer fram um helgina Í dag hefst Goðamót Þórs þar sem drengir í 5. flokki í knattspyrnu eru í aðalhlutverkinu og þetta mót það 58. í þessari vinsælu mótaröð. 
Í dag hefst Goðamót Þórs þar sem drengir í 5. flokki í knattspyrnu eru í aðalhlutverkinu og þetta mót það 58. í þessari vinsælu mótaröð. 

Alls eru 40 lið skráð til leiks og koma þau frá 10 liðum og verður mótið spilað í 5 riðlum.

Auk Þórs senda eftirtalin félög lið á mótið; Breiðablik, Dalvík/KF, Hvöt/Kormákur, Höttur, KA, Magni, Tindastóll, Valur og Völsungur.

Fyrstu leikirnir hefjast í dag klukkan 16:00 og síðustu leikirnir hefjast klukkan 20:30.

Á morgun, laugardag verður flautað til leiks klukkan 09:30 og lokaleikirnir hefjast klukkan 17:00.

Á sunnudag hefst mótið klukkan 09:00 og mun mótinu ljúka um klukkan 14:00.

Allir leikir mótsins fara fram í Boganum. 

Hægt er að nálgast leikjaplan helgarinnar á pdf skjali með því að smella HÉR

Hvetjum fólk til þess að kíkja við í  Bogann og fylgjast með krökkunum og njóta þess sem í boði er. 

Svo er aldrei að vita nema myndir frá leikjum muni detta inn á síðuna og jafnvel facebooksíðu Goðamótanna www.facebook.com/godamot 

 
Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.