1.9.2018
Goðamótin 2019 - staðfestar dagsetningar - skráning hafin, nánari upplýsingar fljótlega Dagsetningar á Goðamótunum 2019 liggja nú fyrir, hérna í þessari frétt er hægt að sjá upplýsingar um þátttökugjöld og fleira. 

ATH. Mótið hjá 5.flokk karla verður haldið helgina 9.-11.nóvember 2018


Goðamótin 2018/2019:

5 KK 9.-11. nóvember 2018
5 KVK - 22.-24. febrúar
6 KK 15.-17. mars
6 KVK 5.-7. apríl

Eingöngu er tekið við skráningum á mótin í gegnum skráningarformið hér á síðunni. Vakin er athygli á greiðslu staðfestingargjalds, það skal greiða í síðasta lagi þremur vikum fyrir viðkomandi mót. Dráttur á greiðslu staðfestingargjalds getur ógilt skráningu á mót, ef mikil ásókn er í viðkomandi mót. 

Fullt gjald á mótunum í vetur: 13.000 krónur á hvern leikmann.
Veittur er systkinaafsláttur ef tvö eða fleiri börn úr sömu fjölskyldunni taka þátt í mótunum. Greiða þá önnur systkini 6.500 krónur. 

Nánari upplýsingar um mótin og hvað er innifalið koma hér inn bráðlega.

Hægt er að senda tölvupóst á godamot[at]thorsport.is ef þið hafið einhverjar spurningar. Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.