3.4.2018
6KVK og 6KK - Leikjaplan og upplýsingar Nú er skipulagið fyrir Goðamótið 6.-8. apríl nokkurn veginn klárt og leikjadagskrá tilbúin. Reyndar með smá fyrirvara. Mótsstjórn hvetur þjálfara, foreldra og fararstjóra til að kynna sér vel allar upplýsingar um mótið.

Leikjadagskrá og upplýsingar
  Úrslit föstudag
  Úrslit laugardag
  Úrslit sunnudag

  Riðlar - KVK
  Riðlar - KK

Tímaskipulag

Vallaskipulag í Boganum

Gisting í Glerárskóla 
Munið að greiða þátttökugjaldið
Við minnum einnig á greiðslu þátttökugjaldsins, inn á reikning 0565-26-147500, kt. 670991-2109, kvittun sendist í godamot[at]thorsport.is - munið að setja nafn félags í skýringu.

Leikjadagskráin er birt með örlitlum fyrirvara þar sem við leitum enn að liði til að jafna tölu liða í Danmerkurdeildinni. Þar er liðum skipt í tvo riðla og ef ekki næst í 12. liðið þar inn verður annar riðillinn með fimm liðum. Þá situr eitt lið yfir í hverri umferð og er þar merktur andstæðingur "0" á leikjaplaninu og einkennt með gulu. 

Ert þú #fotboltagod?
Við minnum á Instagram-leik Goða. Takið myndir á Goðamótunum, setjið á Instagram og merkið með #fotboltagod. Allir sem það gera fara í pott og að loknu þessu móti verða dregnir út vinningshafar sem fá HM2018 stuðningsmannatreyju íelsnska landsliðsins frá Henson.
Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.