25.2.2018
Goðamótinu í 5. flokki kvenna lokið Í dag lauk 54. Goðamóti Þórs. Um 330 stelpur í 5. flokki í 42 liðum frá 15 félögum öttu kappi. Stelpurnar frá Hvöt á Blönduósi og Kormáki á Hvammstanga fengu saman Goðaskjöldinn fyrir fyrirmyndar framkomu utan vallar sem innan. 

Eins og alltaf komu fjölmargir foreldrar, leikmenn og aðrir sjálfboðaliðar úr röðum Þórs að framkvæmd mótsins og fá hér með bestu þakkir fyrir. Goðamótin byggja meðal annars á myndarlegum stuðningi frá Norðlenska og góðu samstarfi við Glerárskóla og færum við þeim einnig bestu þakkir fyrir samstarfið. 

Keppt var í fjórum deildum, Argentínu, Brasilíu, Chile og Danmörku. Goðaskjöldurinn var afhentur að venju og að þessu sinni voru það Hvöt og Kormákur sem fengu hann saman. Myndir af verðlaunahöfum tók Skapti Hallgrímsson.

Úrslit allra leikja í tímaröð (pdf)
Deildir og úrslit (pdf)

Goðaskjöldurinn: Kormákur og Hvöt


Argentína
1. Breiðablik-1
2. Þór-1
3. Víkingur-1Brasilía
1. Þór-2
2. Breiðablik-2
3. Höttur-1Chile

1. Breiðablik-5
2. Víkingur-3
3. Tindastóll og Þór-4
Danmörk

1. Völsungur-2
2. Höttur-2
3. Breiðablik-7 og Breiðablik-8Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.