24.2.2018
5 KVK - upplýsingar fyrir sunnudaginn Deildakeppni lauk í öllum flokkum í dag og leikjadagskrá sunnudagsins er því klár. Verðlaunaafhendingar á sunnudag verða á öðrum stað en venjulega. 

Hér eru tenglar á helstu upplýsingaskjöl
Úrslit í öllum deildum

Leikjadagskrá

Tímaskipulag

Handbók

Leikjadagskrá sunnudagsins er klár að svo miklu leyti sem hægt er, en í B, C og D ræðst röðun í lokaleiki sunnudagsins af úrslitum leikjanna í fyrramálið.

Goðamótsgjöfin
Allir þátttakendur fá gjöf frá Goða. Liðsstjórar geta sótt þær fyrir sín lið hjá mótsstjórn á 2. hæð í Hamri. Athugið að taka þarf fyrir heilt lið (eða heilt félag ef hægt er) í einu og eru gjafirnar aðeins afhentar fullorðnum fulltrúum liðanna, ekki stelpunum sjálfum hverri og einni. 

Nýr staður fyrir verðlaunaafhendingar og liðsmyndatökur
Við ætlum að gera breytingar á verðlaunaafhendingum og liðsmyndatökum. Annar stóri Goðaborðinn hefur verið færður út í horn í suðurenda Bogans þar sem hægt verður að taka myndir í friði án þess að það trufli leikina sem eru í gangi á völlunum. Allar verðlaunaafhendingar fara fram í þessu horni á morgun.
Ávextir og Goðapylsur
Á morgun verða í boði niðurskornir ávextir í Hamri og síðan snúum við okkur að grilluðum Goðapylsum og Svala. Pylsurnar verða í boði kl. 11.30-13.30. Við vekjum sérstaka athygli á að pylsupartíinu lýkur áður en lokaumferðir mótsins fara fram þannig að liðin sem eru að spila í lokaleikjunum fara því í pylsurnar á milli leikja - í tímaskipulaginu er tillaga um hvenær best er fyrir liðin að fara í pylsurnar.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.