22.2.2018
Ert þú fótboltagoð? Instagram-leikur Goða - #fotboltagod Goði efnir til myndaleiks á Instagram með flottum útdráttarverðlaunum strax að loknu síðasta Goðamótinu í apríl. 


Taktu mynd af flottum fótboltahetjum á Goðamótunum í hita leiksins og merktu með myllumerkinu #fotboltagod á Instagram. Þann 9. apríl drögum við tíu heppna vinningshafa sem hljóta að launum glæsilegar HM2018 stuðningsmannatreyjur frá Henson, prentaðar með nafni og númeri að eigin vali. Haft verður samband við sigurvegara í beinum skilaboðum á Instagram – fylgstu með, þú gætir haft heppnina með þér!Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.