23.1.2018
Mánuður í fyrsta Goðamót ársins Í dag, 23. janúar, er réttur mánuður í Goðamótið í 5. flokki kvenna. Borist hafa skráningar frá 14 félögum, um það bil 35 lið. Reiknað er með að spilað verði í fjórum styrkleikaflokkum.

Sendur hefur verið póstur til tengiliða/þjálfara þeirra félaga sem skráð hafa lið á mótið. Óskað er eftir að í síðasta lagi þremur vikum fyrir mót (föstudaginn 2. febrúar) verði öll félög búin að ganga frá eftirfarandi: 

Staðfesta fjölda liða
Greiða staðfestingargjald inn á 0565-26-147500, kt. 670991-2109, 10.000 krónur á lið, dregst frá við heildaruppgjör.
Setja fram óskir um röðun í flokka.
Fjöldi í gistingu (stelpur og fullorðnir) í Glerárskóla

Þessi félög hafa skráð lið til þátttöku: 
6-8 Breiðablik 
5-6 K.A.
5 Þór
4 Víkingur
2 Valur
1-2 Vestri
1 Völsungur, Tindastóll, Einherji, Hvöt, Fjarðabyggð, Kormákur, Dalvík, Höttur


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.