10.1.2018
Minnum á skráningu liða - 6kk mótið fullt, opið í önnur Eftirfarandi póstur hefur verið sendur út til þjálfara í hinum ýmsu félögum, bætði félög sem hafa nú þegar skráð lið á mótin sem og þau sem ekki eru skráð, bæði félög sem hafa komið áður og svo þau sem ekki hafa komið áður.

Aðalatriðið: Það borgar sig að ganga frá skráningum sem fyrst. 

Ágæti viðtakandi.
Mig lagnar að vekja athygli þína á Goðamótum Þórs sem fram fara í febrúar, mars og apríl. Mótin eru fyrir 5. og 6. flokk, stelpur og stráka.

Til að auðvelda okkur skipulagsvinnuna viljum við gjarnan fara að heyra frá áhugasömum félögum sem ekki hafa skráð sig nú þegar. 
  • Upplýsingar um mótin má finna á godamot.is. Þar má m.a. finna reglur, matseðla, drög að dagskrám og svo lista yfir skráð félög í hverju móti. 
  • Skráning fer eingöngu fram í gegnum vefinn okkar - sjá hér. Athugið að ekki er tekið við einstaklingsskráningum, allar skráningar eiga að fara í gegnum félag þátttakanda. 
  • Sama verð og í fyrra, svipað eða sama fyrirkomulag í öllum flokkum.
  • Reiknum með fjórum styrkleikaflokkum í öllum mótunum nema í 6kk, þar verða 8 flokkar.
  • Höfum yfirleitt staðið okkur vel í að fylgja tímasetningum og ætlum að halda því áfram.
  • Nær eingöngu dómarar úr 2. flokki eða eldri, bæði núverandi og fyrrverandi leikmenn, þjálfarar o.fl.
  • Gott skipulag og yfirleitt flestallt á hreinu ;-)
Dagsetningar og staða
23.-25. febrúar - 5 kvk - 7 manna bolti
Opið fyrir skráningar

9.-11. mars - 6 kk - 5 manna bolti
Mótið er fullt, lokað fyrir skráningu. Möguleiki að setja lið á biðlista.
Vegna mikillar aðsóknar er þetta mót eingöngu fyrir drengi á 6. flokks aldri.
Tilmæli til þjálfara eru einnig að hafa einn, jafnvel tvo varamenn í liði (mega vera fleiri) og nýta ekki leikmenn á milli liða (upp), frekar en að reyna að ná sem flestum liðum.


16.-18. mars - 5 kk - 7 manna bolti
Opið fyrir skráningar

6.-8. apríl - 6 kvk - 5 manna bolti
Opið fyrir skráningar

Möguleiki er á að setja saman mót fyrir drengi í 6. flokki helgina 6.-8. apríl (sama tíma og 6kvk), til dæmis fyrir félög sem ekki komast inn á aðalmótið og/eða fyrir lið frá minni stöðum og neðri styrkleikaflokkum stærri félaga. Athugið að ekki hefur verið útfærð nánari skilgreining á þátttöku í slíku móti ef af því yrði, en hugmyndin er að koma til móts við félög sem ekki komast inn á mótið í 6kk í byrjun mars. Látið endilega vita ef þið hefðuð áhuga á slíku.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.