30.11.2017
Skráningar komnar á skrið Skráningar í Goðamótin 2018 eru komnar á skrið, mismikið eftir mótum. Viðbúið er að mótið í 6. flokki karla fyllist og ekki komist allir að sem vilija og því er mikilvægt að áhugasamir þjálfarar og/eða foreldraráð hugi að skráningu í tíma.

Almennt er ekki miðað við ákveðna dagsetningu sem skráningarfrestur rennur út. Það fer dálítið eftir stærð mótanna og yfirleitt eru mótin í 5kk, 5kvk og 6kvk ekki full og því tekið við skráningum í þau mót fram undir það síðasta. Hins vegar er miðað við að félög greiði staðfestingargjöld í síðasta lagi þremur vikum fyrir hvert mót og því best að klára skráningu fyrir þann tíma. Ekki er öruggt að lið sem skrá sig innan við þremur vikum fyrir mót komist að.


Skráning á mótsvefnum

Skráning liða fer nú alfarið fram í gegnum þennan mótsvef (sjá flipa efst á síðunni). Þjálfarar og foreldraráð væntanlegra þátttökufélaga eru beðin um að senda inn eins skilmerkilegar upplýsingar og mögulegt er við skráningu - en síðan verður mótsstjórinn að sjálfsögðu í sambandi við tengiliði þegar nær dregur hverju móti varðandi endanlegan fjölda liða, þátttakenda, fjölda í gistingu, röðun í styrkleikaflokka o.s.frv.  

Þátttökugjald og staðfestingargjald

Þátttökugjald er óbreytt frá mótunum á árinu 2017, 11.500 krónur á hvern keppanda, systkinaafsláttur í boði. Frítt er fyrir þjálfara félaganna og einn liðsstjóra/fararstjóra með hverju liði. Fyrir hvern fullorðinn sem fær mótsarmband umfram þann fjölda greiðast 6.000 krónur. 

Þátttökugjaldið greiðist inn á reikning 0565-26-147500, kt. 670991-2109, í síðasta lagi á mánudegi í vikunni sem viðkomandi mót fer fram. Staðfestingarpóstur sendist á godamot[at]thorsport.is. Staðfestingargjald dregst frá við lokagreiðslu.

Staðfestingargjald skal greiða í síðasta lagi þremur vikum fyrir hvert mót, 10.000 krónur á hvert lið, inn á sama reikning og staðfesting sendist í godamot[at]thorsport.is. 

Ef staðfestingargjald er ekki greitt í tíma er mótsstjóra heimilt að taka inn lið af biðlista ef svo ber undir. 


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.