26.3.2017
53. Goðamóti Þórs lokið Um 180 stelpur ásamt þjálfurum, foreldrum og öðrum fylgifiskum áttust við á 53. Goðamóti Þórs sem fram fór um helgina. Liðin voru 28 og komu frá 10 félögum. Alls voru leiknir 112 leikir á mótinu, samtals 2.240 leikmínútur. Mörkin voru óteljandi og taktarnir meiriháttar.

Allir þátttakendur í 6. flokki fá verðlaun, en auk þess fær sigurlið í hverri deild bikar. Sigurvegarar í deildunum: 

Argentína
Breiðablik 1

Brasilía
Breiðablik 3

Chile
Hvöt/Fram

Danmörk
Kormákur

Goðaskjöldurinn fyrir fyrirmyndarframkomu utan vallar sem innan:
Breiðablik

Úrslit allra leikja (í tímaröð)
Úrslit allra leikja og stöður í deildum


Þetta var síðasta Goðamótið 2017, en við höldum ótrauð áfram næsta vetur. 

Mótsstjórn þakkar öllum sem komu að mótinu, jafnt þátttakendum, þjálfurum, liðsstjórum og öðrum gestum og ekki síður sjálfboðaliðum úr röðum félagsins sem og starfsfólki Íþróttafélagsins Þórs. Í kringum mót eins og þetta starfa tugir sjálfboðaliða og er framlag þeirra algjörlega ómetanlegt. Mótsstjórinn vill sérstaklega þakka Unnsteini Jónssyni fyrir gott samstarf og mikið og dýrmætt framlag til Goðamótanna. Hann hefur staðið vaktina og unnið með einum eða öðrum hætti á næstum öllum Goðamótum frá upphafi. Talið er að hann hafi aðeins misst eitt mót úr frá upphafi. Í lok móts í dag gaf hann það út að nú væri þetta orðið gott - en við lifum í voninni að hann skipti um skoðun fyrir næsta vetur. Takk, Unnsteinn!


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.