16.3.2017
Á sjötta hundrað keppenda á Goðamóti 51. Goðamót Þórs fór fram um nýliðna helgi. Vel á sjötta hundrað strákar (reyndar nokkrar stelpur líka) komu saman á Goðamótinu í 6. flokki karla. 

Eins og venjan hefur verið í mörg ár var einu félagi veitt viðurkenning, Goðaskjöldurinn, fyrir fyrirmyndar framkomu utan vallar sem innan. Það var Höttur að þessu sinni og var skjöldurinn afhentur A-liði Hattar að loknum síðustu leikjum mótsins.

Sigurvegarar í deildum: 
Argentína: KA1
Brasilía: KA3
Chile: Afturelding 3 og Stjarnan 2
Danmörk: KA5
England: Þór 5
Frakkland: Kormákur/Hvöt og KA 8
Grikkland: Fjölnir 9
Holland: Þór 11

Þökkum öllum fyrir þátttökuna, bæði keppendum, þjálfurum, farar- og liðsstjórum, foreldrum, forráðamönnum og öðrum gestum.

Goðamótin væru ekki möguleg nema fyrir mikla sjálfboðavinnu sem félagsmenn inna af hendi. Þar fara fremstir í flokki foreldrar iðkenda í viðkomandi flokkum, leikmenn úr meistaraflokki og 2. flokki, starfsfólk Þórs sem og aðrir sjálfboðaliðar úr röðum félagsins. Mótsnefndin kann öllu þessu fólki bestu þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.