11.3.2017
Innlit á Goðamót Þórs ,,Ég vil bara fagna því að fá að vera með fólkinu í landinu hérna og óska Þórsurum til hamingju með flott mót og vona að ég fái að koma aftur" segir Guðni Th. m.a í viðtalinum við ÞórTV


Í stuttu innliti ÞórTV á 51. Goðamót Þórs sem nú fer fram í Boganum varð á vegi okkar engin annar en Hr. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.  Guðni er þó ekki í opinberri heimsókn heldur er sonur hans að keppa á mótinu ásamt félögum sínum í Stjörnunni og Guðni nýtur þess að fylgja syninum og njóta gestrisni Akureyrar. 

Guðni féllst á að veita ÞórTV stutt viðtal og kunnum við honum bestu þakkir. 

Guðni segir í viðtalinu m.a. ,,Hér standa allir sig með sóma, þjálfarar,  dómarar, keppendur og þar á meðal auðvitað foreldrarnir". Guðni segist ekki vera einn þeirra sem sleppi sér á hliðarlínunni. ,,Nei alls ekki og foreldrar almennt vita að börnin græða ekkert á því og hvernig eiga blessuð börnin að læra af því ef einhver pabbinn er með stýripinna á hliðarlínunni. Það er engum til góðs og sem betur fer sést þetta varla í dag“.  Skilaboð Guðna Th. í dag eru ,,Ég vil bara fagna því að fá að vera með fólkinu í landinu hérna og óska Þórsurum til hamingju með flott mót og vona að ég fái að koma aftur“ voru lokaorð Guðna Th. Jóhannessonar. 

Viðtalið í heild má sér hér að neðan.

Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.