26.2.2017
50. Goðamóti Þórs lokið 50. Goðamóti Þórs lauk í Boganum upp úr hádegi í dag. Alls voru hátt í 300 keppendur frá 11 félögum sem reyndu með sér á þessu móti, en þetta mót var í 5. flokki kvenna. 

Á öllum Goðamótunum eru veitt sérstök verðlaun, Goðaskjöldurinn, fyrir fyrirmyndar framkomu utan vallar sem innan. Hann fór til KF/Dalvíkur að þessu sinni. 

Breiðablik fer heim með þrenn gullverðlaun og Valur tvenn. Annars eru þrjú efstu lið í deildunum þessi: 

Argentína
1. Valur
2. Breiðablik 1
3. Þór

Brasilía
1. Breiðablik 2
2. Einherji
3. Víkingur

Ísland
1. Valur
2. Völsungur
3. Breiðablik 3

Chile
1. Breiðablik 4
2. Breiðablik 5
3. Víkingur

Danmörk
1. Breiðablik 6
2. Völsungur
3. Víkingur

Allar deildir - úrslit (pdf)
Myndir af verðlaunahöfum og aðrar liðsmyndir má finna á Facebook-siðu Goðamótanna, facebook.com/godamot.

Takk!
Mótsstjóri vill hér með koma á framfæri þökkum til allra þáttakenda og fylgifiska þeirra. Frábær hópur af knattspyrnustúlkum sem kom saman í Boganum um helgina og sáust mörg frábær tilþrif.

Einnig kunnum við öllum þeim sem gerðu mótið mögulegt bestu þakkir fyrir mikið vinnuframlag því án sjálfboðaliða væri málið einfalt, það væru engin fótboltamót. Takk, foreldrar, þjálfarar, starfsfólk, leikmenn mfl. og 2. fl. og aðrir dómarar og síðast en ekki síst þökkum við Norðlenska fyrir mikinn og góðan stuðning í gegnum tíðina og nú sem endranær. 

Nýr samningur við Norðlenska
Undir lok mótsins í dag var borði og stólum komið fyrir inni á miðju grasi og þar komu saman Ingvar Már Gíslason frá Norðlenska og Valdimar Pálsson, framkvæmdastjóri Þórs, og undirrituðu nýjan samtarfs- og styrktarsamning um Goðamótin fyrir árin 2018, 2019 og 2020. 

Allar upplýsingar um Goðamótin má finna á godamot.is.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.