24.2.2017
5kvk: Úrslit dagsins og breytingar á leikjum laugardags Nú eru úrslit dagsins komin inn og nokkrar breytingar hafa verið gerðar á leikjaplani laugardagsins vegna frestana frá því í dag.

Frestaður leikur í Íslandi, KF/Dalvík - Vestri verður spilaður kl. 9:00.
Kl. 9:00, völlur 1: KF/Dalvík - Vestri (Ísland)
Chile, Völsungur - KA3 færist frá kl. 9 til 11.30 á völl 2.

Frestaðir leikir Einherja frá föstudegi verða spilaðir síðdegis á laugardag:
Kl. 16:00, völlur 4: Breiðablik 2 - Einherji (Brasilía)
Kl. 18:30, völlur 1: Einherji - Víkingur (Brasilía)

Nokkrar fleiri breytingar voru gerðar í dag í samráði á milli þjálfara nokkurra liða, 
Danmörk: Valur - KA5, völlur 1 kl. 11:30
Brasilía: Valur - Víkingur, völlur 4 kl. 12:30
Argentína: Þór - Valur, völlur 2, kl. 13:30

Leikir kl. 16 í Argentínu voru færðir til á planinu fyrir mót og eru því merktir með gulu.

Allar breytingar eru merktar með gulum lit í leikjadagskránni.

Úrslit leikja og leikjadagskrá (pdf)Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.