22.2.2017
Leikjadagskrá og tímaskipulag 5 KVK 50. Goðamót Þórs hefst núna á föstudaginn, 24. febrúar. Það eru stelpur í 5. flokki sem fara af stað með Goðamótin þennan veturinn.

Leikjadagskrá, riðlaskipting, tímaskipulag og handbók mótsins - allt komið á netið og í sumum tilvikum nýjar útgáfur með smávægilegum leiðréttingum frá fyrstu birtingu. 

24.02. kl. 11:50 - ein smávægileg breyting gerð í Argentínu, skipt á umferðum sem voru kl. 18.30 á föstudegi og 16.00 á laugardegi. Sömu leiktímar, bara aðrir andstæðingar hjá öllum.


Nokkur mikilvæg atriði:

Glerárskóli
Glerárskóli verður opnaður fyrir liðum kl. 15 á föstudag (ekki fyrr). Ef á þarf að halda geta lið fengið að koma með farangur í Hamar og geyma þangað til byrjað verður að hleypa inn í skólann.

Gjaldkerinn verður á vakt í Hamri kl. 15-18 á laugardag. Þar er hægt að ganga frá greiðslum, ef það hefur ekki þegar verið gert með millifærslu, og fá afhent armbönd.

Liðsmyndatökur verða í Boði í Boganum síðdegis á föstudag. Myndirnar fara inn á Facebook-síðu mótsins.

Hér eru tenglar á pdf-skjöl:
Leikjadagskrá (breytt 24.02. kl. 11.50)
Deildirnar
Tímaskipulag (matartímar, sund, ísferð, grill)
Handbók (alls kyns hagnýtar upplýsingar um mótið og umgjörð þess)


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.