3.4.2016
Úrslitin á Goðamóti 6 KVK 49. Goðamóti Þórs, og því síðasta þennan veturinn, lauk um hádegisbil í dag. Það voru stelpur í 6. flokki sem áttust við á þessu móti, alls 40 lið sem spiluðu í fjórum deildum. 

Í Argentínu og Brasilíu voru átta lið í hvorri deild, en í Chile og Danmörku voru 12 lið í hvorri deild. Keppnisfyrirkomulagið var því ólíkt á milli þessara deilda. Þegar upp var staðið var það fótboltinn sem réði ríkjum - ásamt leikgleðinni, auðvitað.

Öll liðin fengu verðlaunapening, en að auki fékk sigurliðið í hverri deild bikar að launum. Úrslit allra leikja og lokastöður má finna á upplýsingasíðunni á mótsvefnum - sjá hér.

Myndaalbúm
Öll úrslit og stöður

Danmörk
Það var HK1 sem vann Danmerkurdeildina eftir 4-3 sigur gegn Völsungi í úrslitaleik.Chile
Í Chile-deildinni endaði úrslitaleikur HK og Breiðabliks1 með 2-2 jafntefli og því eru liðin saman Chilemeistarar. Bæði fá bikar.Brasilía
Í Brasilíudeildinni vann lið Þórs2 sigur, hlaut 16 stig.Argentína
Keppnin í Argentínudeildinni var hnífjöfn og spennandi eins og í hinum deildunum.
Þegar upp var staðið enduðu þrjú lið hnífjöfn og með jafnmörg stig í innbyrðis viðureignum. Þetta voru Breiðablik1, HK1 og Þór1, öll með 18 stig. Liðin eru því saman Argentínumeistarar og fá öll bikar að launum.Goðaskjöldurinn
Eins og alltaf á Goðamótunum var Goðaskjöldurinn afhentur því félagi sem sýndi sérstaklega góða framkomu utan vallar sem innan - og eins og alltaf voru það mörg lið sem hefðu getað fengið skjöldinn. Það var Höttur frá Egilsstöðum sem varð fyrir valinu, en Hattarstelpur fengu Goðaskjöldinn afhentan við mótslok.Goðamótin þakka öllum fyrir þátttökuna, jafnt leikmönnum, þjálfurum, liðsstjórum og öðrum áhorfendum. Foreldrar og aðrir sjálfboðaliðar á mótinu sem unnu við gæslu, í mötuneyti, við dómgæslu og fleira fá bestu þakkir fyrir að gera mótið mögulegt.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.