28.3.2016
Goðamótið í 6. flokki kvenna - upplýsingar Reglur, skipulag, keppnisfyrirkomulag og leikjadagskrá - allt saman klárt fyrir Goðamótið í 6. flokki kvenna sem fram fer um næstu helgi, 1.-3. apríl.Hér eru tenglar á pdf-skjöl með helstu upplýsingum. Athugið að leikjadagskrá fyrir Argentínu og Brasilíu verður birt eftir að forkeppni lýkur á föstudag. 

Reglur og upplýsingar
Handbók
Tímaskipulag (matartímar, sund, rútuferðir í Ísgeðina, pylsupartí)
Ath.: Breyting hefur verið gerð á tímasetningum hjá A og B á rútuferðum í Ísgerðina og sundtímum frá því að skjalið var birt fyrst.

Leikjadagskrá með tímasetningum
A+B forkeppni 
Leiktímar að lokinni forkeppni:
A: Laugardag kl. 11.10, 12.00, 15.40 og 16.30, sunnudag kl. 9.25, 12.00 og 12.50.
B: Laugardag kl. 10.45, 11.35, 15.15 og 16.05, sunnudag kl. 9.00, 11.35 og 12.25.
Argentína Brasilía
Chile
Danmörk

Riðlarnir A+B forkeppni (fjórir riðlar) Argentína og Brasilía Chile og Danmörk

Nokkur atriði sem gott er fyrir fararstjóra/liðsstjóra/foreldra/þjálfara að hafa í huga: 

Allir keppendur fá sams konar þátttökupening.
Verðlaunaafhending fer fram við Goðaborðann í miðjum Boganum strax að lokinni keppni í hverri deild.
Allir keppendur fá mótsgjöf frá Goða. Afhent hjá mótsstjórn síðdegis á laugardag og á sunnudag.

Leikir í forkeppni A og B eru 1x12 mínútur, allir aðrir leikir eru 2x10 mínútur.

Markamunur skiptir aldrei máli við röðun liða, ekki heldur skoruð mörk eða fengin á sig. Ef lið eru jöfn að stigum raðast þau eftir innbyrðis viðureign(um) og síðan hlutkesti ef þarf.

Öll úrslit eru skráð með að hámarki þriggja marka mun.

Ekki er spilað beint um sæti frá fimmta og niður úr heldur er raðað í báða leiki sunnudagsins að lokinni keppni á laugardegi þannig að sem flest lið fái jafningjaleiki, en þó með það til hliðsjónar að lágmarka fjölda innanfélagsleikja.

Argentína og Brasilía
A og B-lið eru sameinuð í stuttri forkeppni sem fram fer á föstudegi. Liðunum 16 er skipt í fjóra riðla og spilaðir styttri leikir (1x12 mínútur). Tvö efstu í hverjum riðli fara í keppni A-liða, tvö neðri í keppni B-liða. Eftir það er hvor flokkur spilaður í einni 8 liða deild, allir gegn öllum (engir úrslitaleikir). Sjá leiktíma hér efst í fréttinni.

Chile og Danmörk
12 lið í hvorri deild, skipt í tvo sex liða riðla. Tvö efstu liðin í hvorum riðli fara í undanúrslit. Liðin sem eru í 3.-6. sæti í riðlunum fá svo tvo viðbótarleiki á sunnudegi við lið á svipuðu róli í hinum riðlinum. 

Tímaskipulag
Mótsstjórn setur upp tímaskipulag fyrir matartíma í Glerárskóla, sundferðir í Glerárlaug og rútuferðir í Ísgerðina í Kaupangi. Mælst er til þess að fararstjórar/liðsstjórar fari eftir þessu skipulagi eins og kostur er til að allt gangi sem best fyrir sig. 

Glerárlaug
Frítt er í Glerárlaug fyrir þátttakendur og liðsstjóra (sýna þarf armböndin) á meðan á mótinu stendur, en til að jafna álag á búningsklefa og í laugina getum við ekki leyft frjálsar ferðir allra hvenær sem er. Innangengt er úr Glerárskóla í sundlaugina.

Ís frá Ísgerðinni
Allir þátttakendur fá frían ís í brauðformi í Ísgerðinni í kaupangi, en þetta gildir aðeins fyrir þá þátttakendur sem fara með skipulögðum rútuferðum frá Hamri, félagsheimili Þórs. Einn fullorðinn fararstjóri/liðsstjóri þarf að fara með hverju liði. Sett hefur verið upp tímaplan fyrir öll liðin fyrirfram og eru liðsstjórar/fararstjórar beðnir um að fara eftir því skipulagi. 

 Að auki býður Ísgerðin öllum þátttakendum og fjölskyldum þeirra 20% afslátt af ís á meðan mótið stendur yfir.

Máltíðir
Innifalið í fullu mótsgjaldi er kvöldverður á föstudegi, morgunverður, hádegisverður og kvöldverður á laugardegi og morgunverður og pylsupartí á sunnudegi, auk þess sem í boði verða niðurskornir ávextir í Hamri á sunnudag.

Innifalið hjá þátttakendum frá Þór og KA er hádegisverður á laugardegi og ávextir og pylsupartíið á sunnudegi.

Gisting
Gisting liða er í Glerárskóla. Skólinn verður opnaður kl. 15 á föstudegi og eru fararstjórar beðnir um að virða það að við getum ekki hleypt neinum inn í skólann fyrir þann tíma. Gestir sem koma fyrr í bæinn eru velkomnir í Hamar, félagsheimili Þórs.

Greiðsla þátttökugjalda og afhending armbanda

Þátttökugjöld má annað hvort greiða inn á reikning mótsins, 0565-26-147500, kt. 670991-2109, staðfestingarpóstur sendist á godamot[at]thorsport.is. Við greiðslu þátttökugjalda dregst áður greitt staðfestingargjald frá heildarupphæðinni. Einnig má greiða hjá gjaldkera á 2. Hæð í Hamri, félagsheimili Þórs, fyrir fyrsta leik liðs í mótinu. Armbönd fyrir keppendur, liðsstjóra og þjálfara fást afhent á sama stað.

Afsláttarkjör í Sambíóin
Þátttakendum og fararstjórum er boðið upp á afsláttarkjör í Sambíóin. 

Tilboð: (1) Bíómiði á 650 kr., (2) bíómiði, lítill popp, lítið gos á 1.050 kr., (3) bíómiði, miðstærð popp ogmiðstærð gos á 1.200 kr., (4) bíómiði, lítið popp og safi á 1.100 kr. Sýnið armbandið – Upplýsingar um myndir í sýningu má finna á sambio.is.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.