13.3.2016
48. Goðamóti Þórs lokið 48. Goðamóti Þórs lauk um miðjan dag í dag, en hátt í 600 strákar í 6. flokki spiluðu fótbolta í Boganum frá því um miðjan dag á föstudag og áfram alla helgina. Alls voru spilaðir 324 leikir og mörkin voru óteljandi. 

Fótboltinn er ástríðuíþrótt og fólk leggur oft mikið á sig til að spila eða horfa á leiki. Þetta á vel við í dag því þrátt fyrir görótta veðurspá fyrir helgina mættu nánast allir til leiks sem höfðu boðað sig, helst að veikindi orsökuðu það að einhverjir komust ekki. Og eftir frábæra helgi á Akureyri þurftu margir að taka aukanótt á Akureyri vegna óveðurs á Norðvestur- og Suðvesturlandi. En fótboltinn er þess virði, það mátti sjá á andlitum fjölmargra ungra þátttakenda í mótslok í dag.

Við verðlaunaafhendingu spurðu margir: "Í hvaða sæti vorum við?" en eins og venjan er fengu allir þátttakendur verðlaunapening. Einfalda svarið hjá mótsstjóranum var og er: "Hjá mér eruð þið allir í fyrsta sæti." En svo var þetta auðvitað líka keppni og þegar upp var staðið voru átta lið verðlaunuð, sigurvegararnir í hverri deild, en það voru: 

Argentína: KR
Brasilía: KA
Chile: Dalvík
Danmörk: KA
England: KR
Frakkland: KA1
Grikkland: Afturelding
Holland: KA2 og KA1

Úrslit leikja í öllum deildum: 
Argentína Brasilía   Chile   Danmörk  
  England Frakkland   Grikkland   Holland 
Riðlar og deildir: 
Argentína og Holland
Brasilía, Chile, Danmörk, England, Frakkland og Grikkland

Að venju var svo Goðaskjöldurinn afhentur einu félagi fyrir fyrirmyndar framkomu utan vallar sem innan. Eins og alltaf hefðu mörg félög verið val að þessum verðlaunum komin, en aðeins eitt getur fengið skjöldinn. Að þessu sinni var það Afturelding.

Goðamótsstjórinn þakkar öllum sem komu á einn eða annan hátt að þessu móti fyrir skemmtilega helgi.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.