12.3.2016
Úrslit leikja, leikjadagskrá sunnudags og fleira... Nú eru öll úrslit föstudags og laugardags komin á netið ásamt stöðum og úrslitum í deildum/riðlum og svo þar með leikjadagskrá sunnudagsins. Hér eru líka nokkur minnisatriði. 

Nokkur atriði til minnis fyrir sunnudaginn:
Allir þátttakendur fá verðlaunapening og fer verðlaunaafhendingin fram í Boganum, við stóru Goðaborðana á miðjum vellinum að loknum síðasta leik í hverri deild. 

Goði gefur einnig öllum þátttakendum gjöf og geta liðsstjórar/fararstjórar sótt þær til mótsstjórnar á 2. hæð í Hamri. Margir sóttu töskurnar seinnipart laugardags, en enn eiga nokkur félög eftir að sækja sínar töskur.

Liðsmyndatökur verða í boði allan sunnudaginn fram að mótslokum.

Við "ljúkum" Goðamótinu að venju með pylsupartíi í boði Goða. Reyndar verður pylsupartíinu lokið aðeins áður en við förum í lokaleiki mótsins, þannig að sum liðin myndu þá mæta í pylsurnar áður en þau spila. Vinsamlega farið eftir tímaplaninu sem við höfum birt hér á mótssíðunni áður - sjá hér

Nokkur atriði sem gott væri að hafa í huga: Sýnum tillitssemi á bílastæðinu og vöndum okkur við að leggja bílum, göngum vel um í Boganum, setjum rusl í tunnur í stað þess að skilja það eftir og skiljum við skólastofurnar eins og við fengum þær. 

Öll úrslit laugardagsins eru að sjálfsögðu komin inn í pdf-skjölin og leikir morgundagsins inn í leikjadagskrárnar. Allar upplýsingar hér að neðan: 

Leikjadagskrá, sundurliðuð eftir deildum:
Argentína Brasilía   Chile   Danmörk  
  England Frakkland   Grikkland   Holland 
Riðlar og deildir:
Argentína og Holland
Brasilía, Chile, Danmörk, England, Frakkland og Grikkland


.Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.