24.6.2016
Dagskrá Pollamótsins er nú klár Dagskrá Pollamótsins er nú klár og komin á síðuna, þetta verður geggjað.
Dagskráin fyrir Pollamót Icelandair er klár, þetta verður geggjað!!

Fimmtudagur 30. júni

 Kl. 19:00 – 8 liða úrslit á EM á stórskjá
Kl. 21:00 – Dregið í riðla
Kl. 21:30 – Jón Ágúst rífur upp gítarinn og hitar raddbönd keppenda

Föstudagur 1. júlí

Kl. 09:00 – Leikar hefjast, fótboltaskórnir reimaðir og ökklinn teipaður
Kl. 17:00 – Leikjum dagsins lokið og kálfinn kældur
Kl. 18:00 – Grill og gleði í Hamri
Kl. 19:00 – 8 liða úrslit á EM á stórskjá
Kl. 21:30 – Bjartmar Guðlaugs, Binni D og Laumufarþegarnir syngja fyrir sötrandi sykurpúða. Pabbi minn karlakókið sýpur!

Laugardagur 2. júlí

Kl. 09:00 – Seinni leikdagur hefst og hitakrem borið á lærið
Kl. 16:15 – Gaseldar loga á grillinu 
Kl. 16:30 – Úrslitaleikjum lokið og gleðitár sjást á hvarmi
Kl. 17:15 – Þór – Leiknir F í Inkasso deildinni á Aðalvellinum
Kl. 19:00 – 8 liða úrslit á EM á stórskjá
Kl. 21:30 – Lokahóf Pollamóts Icelandair hefst með pompi og prakt (hvað sem það nú þýðir)
Kl. 24:00 – Risa sveitaball í boganum með Matta Matt, Stebba Jak, Stefaníu Svavars og stjörnubandi, alíslensk upphitun í höndum Þórsbandsins.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.