27.2.2016
Goðamót 5kvk, úrslit laugardags og leikir sunnudags Nú eru öll úrslit laugardagsins komin inn og endanleg röð liða í riðlunum í Brasilíu og Danmörku. Leikjaplan sunnudagsins er því byrjað að taka á sig mynd.

Úrslit leikja og leikjaplan
Deildirnar/riðlar - úrslit leikja og stöður
Handbók

Jafnt og spennandi í Brasilíu
Í riðli 2 í Brasilíu enduðu þrjú lið jöfn með 12 stig og jafnt í innbyrðis viðureignum þannig að mótsstjóri fékk fulltrúa þessara félaga til að draga um röð liðanna. Niðurstaðan varð að Einherji skráist í 1. sæti riðilsins, Víkingur í 2. sæti og Breiðablik3 í 3. sæti. Þar með er ljóst að Einherji og Víkingur mæta liðum úr riðli 1 í krossspili í undanúrslitum Brasilíu, en Breiðablik 3 fer í krossspil í leikjum um 5.-8. sæti.

Úrslitin í deildunum í Argentínu og Chile ráðast í fyrstu leikjum sunnudagsins, en síðan ræður staðan í deildinni því hvaða lið mætast í leikjum um sæti. Þar mætast liðin í 1. og 2. sæti um sigur og svo framvegis. Í báðum deildum var gestalið sem fer sjálfkrafa niður í 7. sætið og spilar ekki úrslitaleik um sæti.

Liðsmyndir
Við vekjum athygli á að lið sem ekki náðu að láta taka af sér liðsmynd í Boganum í dag ættu að geta hitt á ljósmyndarann okkar í fyrramálið. Hann verður mættur um níuleytið og verður með okkur til loka móts.

Mótsgjöfin
Eins og áður hefur komið fram fá allir þátttakendur á Goðamótunum gjöf frá Goða. Liðsstjórar/fararstjórar geta vitjað þeirra í mótsstjórn á 2. hæð í Hamri, félagsheimili Þórs.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.