26.2.2016
Goðamót 5kvk - úrslit föstudagsins 47. Goðamót Þórs hófst síðdegis í dag. Að þessu sinni eru það stelpur í 5. flokki sem eru mættar í Bogann og skemmta áhorfendum fram á sunnudag. 

Hér eru úrslit leikja í dag og stöður í deildum.


Úrslit leikja og leikjaplan
Deildirnar

Við minnum liðsstjóra/fararstjóra á að skrá liðin í ísrútuna. Það er hægt að gera hjá mótsstjóra í Hamri eða í síma 824 2778 - eða beint inn í skjal í google-docs - sjá hér.

Einnig viljum við vekja athygli á að hádegismaturinn í Glerárskóla á morgun, laugardag, er einnig fyrir þátttakendur úr KA og Þór, en fyrir utan pylsupartíið á sunnudag er þetta eina máltíðin sem er innifalin hjá Akureyrarliðunum.

Goði gefur öllum þátttakendum á Goðamótunum gjöf og geta liðsstjórar/fararstjórar vitjað hennar hjá mótsstjórn eftir hádegi á laugardag eða á sunnudagsmorguninn. Við viljum gjarnan afhenda í heilu lagi til hvers félags.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.