25.2.2016
Leikjaplan og riðlar á Goðamóti 5kvk Nú er röðun í deildir/riðla lokið og leikjaplanið klárt fyrir Goðamótið í 5. flokki kvenna um helgina. Mótsstjóri biðst velvirðingar á að það hefur dregist aðeins að klára þetta, en nú erum við að verða klár í helgina. 

Handbók mótsins er einnig komin á netið og nú er skráning í ísferðina beint í google-docs.


Hér eru tenglar á pdf-skjöl:
Leikjaplan
Deildir/riðlar
Handbók
Skráning í rútuferð í Ísgerðina í Kaupangi

Gagnlegar upplýsingar um mótið
Liðunum er skipt í fjórar deildir, en þær eru Argentína (7 lið), Brasilía (12 lið), Chile (7 lið) og Danmörk (12 lið).

Öll lið á mótinu spila sjö leiki, nema gestalið í A og C sem spila sex leiki. Allir leikir á mótinu eru 2x12 mínútur. 

Við viljum vekja athygli á því að markatala skiptir engu máli varðandi röðun liða í sæti, úrslit samt skráð með að hámarki þriggja marka mun. 
Ef lið eru jöfn í riðli/deild er það innbyrðis viðureign (eða viðureignir) sem ræður röð liðanna. Ef jafnt er í innbyrðis viðureign er varpað hlutkesti um það hvort lið er ofar í deild/riðli.

Hér eru helstu upplýsingar um keppnisfyrirkomulag í deildunum:

Argentína og Chile

  • 7 liða deild, allir spila við alla.
  • Að lokinni keppni í deildinni verða spilaðir úrslitaleikir um sæti, 1v2, 3v4, 5v6. 
  • Í báðum deildum er gestalið (Þór 4.fl. í A og Kormákur/Hvöt í C). Þau raðast sjálfkrafa í 7. sætið og fá því ekki leik um sæti í deildunum.
  • Leikir liða gegn gestaliðunum skipta þó máli því stigin úr þeim leikjum eru talin með í stigakeppninni, þ.e. ef gera jafntefli við eða sigra gestaliðin.
  • Í úrslitaleikjum um verðlaunasæti í A og C gildir að ef þeir enda með jafntefli þá sigrar það lið sem varð ofar í deildinni, þar er ekki varpað hlutkesti. 
Brasilía og Danmörk
  • 12 lið í hvorri deild, skipt í tvo sex liða riðla. Spilað allir við alla innan riðlanna.
  • Að lokinni keppni í deildinni er spilað í kross, 1. sæti í riðli 1 gegn 2. sæti í riðli 2 o.s.frv.
  • Síðan raðast liðin í leiki um sæti eftir úrslitum í krossspilinu. Í riðli 2 í Danmörku er gestalið skipað strákum úr 6. flokki hjá Þór. Það lið raðast sjálfkrafa neðst í sinn riðil og mætir liðinu í 5. sæti í hinum riðlinum, en spilar svo um 11.-12. sæti óháð úrslitum í krossspilsleiknum.
  • Þar sem hér eru tveir riðlar gildir að ef úrslitaleikir um sæti enda með jafntefli þá teljast liðin vera saman í því sæti og skipta með sér bikurum og peningum. Dæmi: Jafntefli í úrslitaleik þýðir að annað liðið fær bikarinn fyrir 1. sæti og silfurpeningana með, en hitt liðið fær bikarinn fyrir 2. sæti og gullpeningana með. 


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.