21.2.2016
Úrslitin í Goðamóti 5kk 46. Goðamóti Þórs lauk upp úr hádegi í dag, en um helgina áttust við strákar í 5. flokki. Alls tóku 30 lið þátt þrátt fyrir að fyrir helgina væri dálítil óvissa um veður og færð þegar kæmi að því að halda heim á leið á ný.

Hingað komu bæði að austan, norðan og vestan og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þátttökuna. Mótsstjóri vill hér með koma á framfæri sérstöku hrósi til liðanna á mótinu, sérstakelga þeirra sem þurfa að ferðast um langan veg í vetrarveðri og misjafnri færð.

Keppt var í þremur deildum. Ein deild og allir kepptu við alla í Argentínu og Brasilíu, en í Chile voru tveir riðlar og síðan leikið um sæti. 

Í Chile-deildinni voru það lið frá Þór og KA sem bitust í undanúrslitum. Fór svo að Þór1 og KA2 léku til úrslita og þar höfðu KA betur. Í leik um 3. sætið hafði KA1 betur gegn Þór2.

Verðlaunasæti í Chile-deild:
1. KA2
2. Þór1
3. KA1Í Brasilíu vann KA2 nokkuð örugglega, endaði með 24 stig, en næst þeim komu Tindastóll og FJarðabyggð, bæði með 18 stig, en Tindastóll hlýtur silfrið þar sem liðið sigraði í innbyrðis viðureign þessar liða.

Verðlaunasæti í Brasilíu-deild:
1. KA2
2. Tindastóll
3. FjarðabyggðÍ Argentínudeildinni var gríðarleg spenna fyrir lokaumferðina og fjögur lið sem gátu náð sigrinum. Þegar upp var staðið enduðu Þór1 og KA1 jöfn, bæði með 20 stig. Þau gerðu 0-0 jafntefli og því átti að varpa hlutkesti um hvort liðið teldist sigurvegari. Þjálfarar liðanna komu sér saman um að deila sigrinum, annað liðið fékk stærri bikarinn og silfurpeningana en hitt liðið fékk minni bikarinn og gullpeningana. Kormákur/Hvöt kom fast á hæla Akureyrarliðanna með 19. stig.

Verðlaunasæti í Argentínu:
1.-2. KA1 og Þór1
3. Kormákur/HvötÖll úrslit og stöður í riðlum í pdf-skjölum:
Deildirnar - úrslit og lokastöður
Úrslit allra leikja í tímaröð

Liðsmyndir og myndir af öllum verðlaunahöfum er einnig að finna á Facebook.com/godamot.

Goðaskjöldurinn fór til Húsavíkur
Eins og alltaf ahentum við einu félagi Goðaskjöldinn fyrir fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan og voru það strákarnir í Völsungi á Húsavík sem hlutu skjöldinn að þessu sinni.
Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.