20.2.2016
Goðamót 5kk - úrslit og stöður að loknum laugardegi Keppni er lokið á Goðamótinu í 5. flokki karla í dag, allir búnir að fá ís og flestir búnir að fá glæsilega tösku að gjöf frá Goða. Hér eru öll úrslit í gær og í dag og stöður í öllum deildum.

Keppni er lokið í riðlunum í Chile-deildinni og nú er komið að því að spila í kross í fyrstu leikjum sunnudagsins. Þeir leikir eru nú komnir inn á leikjaplanið kl. 9:00 og 9:30, en síðan ræðst það af úrslitum í þeim leikjum hvaða lið mætast í úrslitaleikjum um öll sætin í C-deildinni. 

Úrslit allra leikja 
(og leikjaplan fyrir laugardag og sunnudag)

Úrslit og stig í riðlum

Eins og áður hefur komið fram fá allir þátttakendur gjöf frá Goða og hafa margir liðsstjórar/fararstjórar vitjað hennar hjá mótsstjórn. Þau lið sem ekki hafa vitjað gjafarinnar geta nálgast hana í mótsstjórn á 2. hæð í Hamri á morgun.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.