19.2.2016
Úrslit föstudagsins, staða í deildum og tímaplan fyrir ísrútuna - Síðustu leikjum dagsins lauk um kl. 20 í kvöld og nú eru öll úrslit komin inn á vefinn, bæði hér á heimasíðuna og síðu Goðamótanna á Facebook.

Úrslit allra leikja (og leikjaplan fyrir laugardag og sunnudag)

Úrslit og stig í riðlum

Rétt er að vekja athygli á því að úrslit eru aldrei skráð með meiri markamun en þremur mörkum, þannig að t.d. leikur sem endar 7-0 er skráður sem 3-0. Reyndar skiptir markatalan engu máli um röð liða eins og fram kemur í reglunum, sjá í Handbók mótsins

Á laugardag kl. 14.30 hefst ísrúnturinn okkar. Allir þátttakendur á Goðamótinu fá rútuferð í Ísgerðina í Kaupangi og fá þar ís í brauðformi og svo rútuferð strax aftur til baka. Hver ferð tekur innan við hálftíma. Miðað er við að rútan fari á hálftíma fresti frá Hamri, fyrsta brottför kl. 14.30 og sú síðasta kl. 16.30. 

Mótsstjórn hefur sett upp tímaplan fyrir ísrútuna (pdf-skjal) út frá leikjaplaninu. Tímaplanið er nokkuð þétt fyrir sum liðin, en þá er mikilvægt að liðsstjórar drífi liðið úr Boganum yfir í Hamar um leið og leik lýkur til að ná rútunni. 

ÁRÍÐANDI: Gestir sem mæta á bílum eftir hádegið á laugardag eru beðnir um að sýna tillitssemi þegar lagt er í stæði. Vissulega er þröngt á bílastæðinu okkar og mikill snjór, en við verðum að tryggja að rúturnar komist inn á planið og út af því aftur. Við vekjum m.a. athygli á að hægt er að leggja við austurenda Bogans og ganga þar inn. 


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.