16.2.2016
Leikjaplan og handbók - 5kk Undirbúningur fyrir Goðamótið í 5. flokki karla er á lokastigi. Leikjaplanið og handbókin eru nú tilbúin og aðgengileg hér neðar í fréttinni og á upplýsingasíðunni. Við treystum auðvitað á að veður og vindar muni engu breyta varðandi leikjaplanið og tímasetningar.


Alls taka 30 lið í mótinu og var ákveðið að fara þá leið að hafa þrjá styrkleikaflokka, Argentínu, Brasilíu og Chile.

Í Argentínu og Brasilíu eru níu lið í hvorum flokki og er spilað allir við alla, þannig að liðin fá átta leiki (2x12 mínútur). Sum liðin munu leika 2+4+2 (fös-lau-sun), sum 3+3+2 og sum liðin 3+4+1.

Í Chile eru 12 lið og er þeim skipt í tvo riðla. Spilað er innan riðlanna, allir við alla, síðan leikið í kross (1v2, 2v1, 3v4 o.s.frv.) og að lokum leikið um öll sæti.

Fyrstu leikir hefjast kl. 15.30 á föstudag og síðustu leikir mótsins hefjast kl. 12 á sunnudag.  

Tenglar á pdf-skjöl:

Handbókin
Leikjaplanið 
Deildirnar 


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.