26.11.2015
Goðamótin 2016 Knattspyrnudeild Þórs heldur að venju fjögur Goðamót veturinn 2016. Mótin verða með hefðbundnu sniði og aðaláherslan á fótboltann. Allir leikir fara fram í Boganum, fjölnota íþróttahúsinu á Þórssvæðinu. Keppni hefst síðdegis á föstudegi og lýkur eftir hádegi á sunnudegi.

Hér eru dagsetningar mótanna í vetur og helstu upplýsingar...


5. fl., strákar: 19.-21. febrúar - 7 manna bolti (4 vellir)
5. fl., stelpur: 26.28. febrúar - 7 manna bolti (4 vellir)
6. fl., strákar: 11.-13. mars - 5 manna bolti (6 vellir)
6. fl., stelpur: 1.-3. apríl - 5 manna bolti (6 vellir)

Upplýsingar (pdf)

Tekið er við skráningum í netfanginu godamot[at]thorsport.is

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram við skráningu:
Félag
Flokkur
Fjöldi liða
Áætlaður fjöldi keppenda + þjálfara + fararstjóra
Tengiliður - netfang og farsímanúmer
Hugmyndir um röðun liðanna í styrkleikaflokka
(A-B-C-D í 5kk, 5kvk og 6kvk, A-B-C-D-E-F-G-H í 6kk)
Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.