22.3.2015
Goðamót, 6kvk, lokaúrslit Nú er fjórða og síðasta Goðamóti Þórs á 100 ára afmælisárinu lokið og allir á leiðinni heim - sumir komnir heim. Hér eru öll úrslit og lokastöður í öllum deildunum.

Alls voru spilaðir 140 leikir á Goðamótinu í 6. flokki kvenna að þessu sinni. Hver leikur var 2x10 mínútur og því samtals 2.800 leikmínútur eða næstum 47 klukkustundir samtals. Vel á þriðja hundrað stúlkna tók þátt í mótinu að þessu sinni, frá tíu félögum. 

Við lok mótsins var eitt félag verðlaunað að venju, fyrir fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan. Það var HK sem hlaut Goðaskjöldinn að þessu sinni.

Goðamótsnefndin þakkar öllum fyrir komuna til okkar og þátttökuna í mótinu. Vonumst til að sjá ykkur aftur næsta vetur.

Valur kom sá og sigraði í þremur deildum, Argentínu, Brasilíu og Danmörku, en stelpurnar úr Einherja frá Vopnafirði unnu Chiledeildina. 

Öll úrslit og lokastöður í riðlunum:

Argentína
Brasilía
Chile
Danmörk


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.