17.3.2015
Goðamót, 6kvk - handbók, leikjadagskrá, skipulag og fleira Nú er skipulagið fyrir Goðamótið í 6. flokki kvenna að verða klárt og hér er flest það sem þátttakendur, þjálfarar, fararstjórar, liðsstjórar og foreldrar þurfa að vita.

Handbók og dagksrá (uppfært 20. mars)
Leikjadagskrá (uppfært 19. mars með breytingu á einu liði í D)
Deildir/riðlar A og B
Deildir/riðlar C og D (uppfært 19. mars með breytingu á einu liði í D)
Tímaplan fyrir matartíma og ísferð
Vallaskipulag í Boganum

Hér er leikjadagskrá með öllum leikjum í tímaröð, ekki flokkuð eftir deildum.

Gisting - opnað kl. 15 á föstudag
Öll liðin gista í Glerárskóla, sem er við hliðina á Þórssvæðinu og Boganum. Vakin er athygli á að skólinn verður opnaður fyrir þátttökuliðunum kl. 15 á föstudag og verður liðum EKKI hleypt inn fyrir þann tíma. Vinsamlega virðið að skólastarf er í gangi og starfsfólk við þrif fram að þeim tíma.

Fjórar deildir
Alls taka 40 lið þátt í mótinu og hefur þeim verið raðað í fjóra styrkleikaflokka eða deildir; Argentínu, Brasilíu, Chile og Danmörku. Í tveimur fyrstu deildunum eru átta lið í hvorri deild, en 12 í Chile og Danmörku. Í átta liða deildunum er einn riðill og leika allir við alla, efsta liðið vinnur. Í 12 liða deildunum er skipt í tvo riðla, spilað allir við alla, síðan spilað í kross (1v2, 2v1, 3v4 o.s.frv.) og loks leikið um sæti.

Mötuneyti í Glerárskóla
Innifalið í mótsgjaldinu er kvöldmatur í Glerárskóla á föstudag, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur á laugardag, morgunmatur á sunnudag, ávextir í Hamri á sunnudag og Gopa pylsupartí í Hamri á sunnudag. 

Liðsmyndatökur
Boðið verður upp á liðsmyndatökur í Boganum, við stóra Goðaborðann, á föstudag og eru liðin hvött til að gefa sig fram við ljósmyndara Goðamótanna fyrir eða strax eftir fyrsta leik sinn. Myndirnar koma síðan í albúm hér á vefnum og á Facebook-síðu Goðamótanna, þangað sem allir mega sækja sér myndir.

Sett hefur verið upp tímaskipulag fyrir öll liðin í matartíma og í ísferð í Brynju og er mælst til þess að liðin virði þessar tímasetningar.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.