16.3.2015
Goðamót 6kk - lokaúrslit Goðamótið í 6. flokki karla fór fram í Boganum um liðna helgi þrátt fyrir að ýmislegt gengi á utanhúss. Mótshaldarar og þátttakendur gáfu veðurguðunum langt nef og skemmtu sér ágætlega innan vallar sem utan.
Við mótslok var að venju afhentur Goðaskjöldurinn vinsæli, en á hverju móti er valið eitt félag sem sýnt hefur fyrirmyndar framkomu utan vallar sem innan og það verðlaunað með Goðaskildinum. Á þessu móti voru það strákarnir í Hetti frá Egilsstöðum.

Verðlaunabikararnir dreifðust á nokkur félög. Stjarnan er Argentínumeistari, Höttur er Brasilíumeistari, KA er Chilemeistari, Stjarnan er Danmerkurmeistari, KA er Englandsmeistari, KR er Frakklandsmeistari, Breiðablik er Grikklandsmeistari og Völsungur er Hollandsmeistari. 

Hirðljósmyndari Þórs, Páll Jóhannesson, tók helling af myndum á mótinu sem finna má í myndaalbmúmum hér á síðunni og á Facebook-síðu Goðamótanna.

Hér eru úrslit allra leikja eftir deildum og lokastöður í riðlunum:
Argentína úrslit leikja riðill og lokastaða
Brasilía úrslit leikja riðlar og úrslitaleikir
Chile úrslit leikja riðlar og úrslitaleikir
Danmörk úrslit leikja riðlar og úrslitaleikir
England úrslit leikja riðlar og úrslitaleikir
Frakkland úrslit leikja riðlar og úrslitaleikir
Grikkland úrslit leikja riðlar og úrslitaleikir
Holland úrslit leikja riðill og lokastaða

Goðamótsnefndin þakkar öllum sem komu nálægt mótinu, þátttakendum, þjálfurum, fararstjórum, liðsstjórum og öðrum gestum, foreldrum og öðrum sem gerðu mótið mögulegt með mikilli sjálfboðavinnu, dómurum og starfsfólki félagsins. 

Sjáumst á næsta Goðamóti.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.