12.3.2015
Gagnlegar upplýsingar Handbók og dagskrá Goðamótsins í 6. flokki karla er í lokavinnslu, en vinna við leikjaplan og riðlaskiptingu hefur aðeins tafið okkur við önnur verk. En hér er smá pakki með nokkrum nauðsynlegum upplýsingum.

Minnum á tengla á leikjadagskrá í öllum deildum í fyrri frétt.

Inn á milli fótboltaleikja þurfa allir að sofa eitthvað og borða eitthvað. Allar mátlíðir mótsins verða í Glerárskóla, nema Goða pylsupartíið við mótslok, sem verður í Hamri, félagsheimili Þórs.

Í Glerárskóla verður kvöldmatur kl. 18.00-20.30 á föstudags- og laugardagskvöld. Morgunmatur verður á laugardag og sunnudag kl. 6.45-9.30. Hádegismatur verður í skólanum á laugardag kl. 11.30-14.00. Mótsstjórn raðar liðum á tímasetningar í öllum matartímum og verður það plan birt fljótlega. Við biðjum farrstjóra og liðsstjóra um að reyna eftir bestu getu að fara eftir þeim tímasetningum.

Frítt í sund í Glerárlaug
Glerárlaug er opin til kl. 21 á föstudagskvöld, og til kl. 19.30 á laugardagskvöld. Armband mótsins gildir sem aðgöngumiði í sund. Lið sem ljúka keppni á kvöldin eftir að lauginni er lokað geta fengið að nota sturtur í búningsklefum í Hamri, félagsheimili Þórs.

Gist í Glerárskóla og Síðuskóla
Gisting er í tveimur skólum, Glerárskóla og Síðuskóla.
Í Glerárskóla: Afturelding, Breiðablik, HK, Höttur, KR, Stjarnan og Tindastóll.
Í Síðuskóla: Dalvík, Kormákur/Hvöt, Neisti, Völsungur og Fjarðabyggð. Við vekjum athygli á að Glerárskóli verður opnaður kl. 15.00 fyrir móttöku liða, ekki fyrr.Lið sem koma snemma norður eru velkomin í Hamar.

Gjaldkerinn verður á vakt á 2. hæð í Hamri til kl. 17 á föstudag og kl. 8-10 á laugardagsmorguninn. Armbönd verða afhent og tekið við greiðslum frá þeim liðum sem eiga eftir að greiða. Mótsgjaldið má millifæra á reikning 0565-26-147500 og kt. 670991-2109. Mótsgjaldið er 10.500 krónur á hvern keppanda, innifalið er gjald fyrir þjálfara og einn fararstjóra með hverju liði. Fullorðnir sem gista og/eða borða með liði umfram þann fjölda greiða hálft gjald. Staðfestingargjaldið sem flest lið hafa greitt dregst frá heildarupphæðinni þegar greitt er.

Liðsmyndatökur
Við bjóðum upp á liðsmyndatökur í Boganum á föstudag. Á netinu á miðjum vellinum verður stór borði með Goðamerkinu. Þar verður hirðljósmyndari Þórs og Goðamótanna, Páll Jóhannesson, á vappi með vélina og smellir myndum af liðunum. Við mælumst til þess að liðin mæti til Palla fyrir eða strax eftir fyrsta leik sinn á föstudeginum því á öðrum tímum verður hann meðal annars upptekinn við að taka myndir af strákunum á fullu í fótboltanum. Allar liðsmyndirnar koma svo í albúm á mótavefnum okkar, mot.thorsport.is og hér á Facebook-síðu Goðamótanna. Þangað er svo öllum heimilt að sækja myndir af sínu liði.

Sjáumst!


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.