9.3.2015
Goðamót 6kk, tímasetningar á leikjum Goðamótið í 6. flokki karla er framundan og enn og aftur erum við í beinu sambandi við Veðurguðina. Treystum á Goðaveðrið!

Við eigum von á skemmtilegu móti, frábærum fótbolta og eftirminnilegri helgi fyrir alla. Spilað er í 5 manna liðum, alls rúmlega 90 lið frá 14 félögum. Liðunum er skipt í 8 flokka (A-H).

Mótsskipulagið og tímasetningar á leikjum í einstökum flokkum (A-H) eru klárar. Eins og sjá má notum við nöfn þátttökuþjóða frá HM til að einkenna flokkana.

Tímasetningar leikja (pdf)

Af óviðráðanlegum orsökum getum við ekki birt riðlaskiptingu og leikjaplanið í dag, en verðum vonandi klár með það á morgun. 

Hlökkum til að sjá ykkur!


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.