4.7.2015
Öll úrslit og verðlaunahafar Pollamótsins og vinningaskrá í happdrættinu (myndir koma síðar) Keppni á 28. Pollamóti Þórs lauk um sexleytið í dag og nú tekur við lokahóf, verðlaunaafhending og ball. Alls tóku 62 lið þátt í mótinu að þessu sinni. 

Hér eru öll úrslit, verðlaunahafar og vinningaskrá í happdrætti Pollamótsins.


Skömmu fyrir verðlaunaafhendingu Pollamótsins var dregið í happdrætti mótsins. Hér er vinningaskráin (pdf), sjá einnig mynd neðst í fréttinni. Athugið að fyrst þegar vinningaskráin var sett inn vantaði inn einn vinning, gjafabréf frá Brynjuís, en það númer er nú komin á listann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Þegar þetta er skrifað stendur verðlaunaafhendingin yfir, en hér er listinn yfir verðlaunahafa ásamt pdf-skjölum með öllum úrslitum allra leikja í öllum deildum.

Hér eru verðlaunahafar í öllum deildum, ásamt markadrottningum og markakóngum. Ef smellt er á nafn deildarinnar opnast pdf-skjal með öllum úrslitum í viðkomandi deild.

Ljónynjudeild 
1. KR
2. Hvíti riddarinn
3. Breynir
Markadrottning: Guðlaug Jónsdóttir (kempa) í KR (9 mörk)

Öðlingadeild
1. KR
2. Þór
3. Grótta 2
Markakóngur: Siguróli Kristjánsson – MOLI, í Þór (9 mörk)

Dömudeild
1. ÍBVAlur
2. Magnaðar
3. ÍR Drottningar
Markadrottning: Laufey Ólafsdóttir, ÍBValur (10 mörk)

Lávarðadeild
1. Lion KK
2. Gosar
3. Breiðablik
Markakóngur: Ingvar Gíslason, Lion KK (9 mörk)

Skvísudeild
1. Súlan
2. Disturbia
3. Sveitapiltsins draumur
Markadrottning: Jóney, Sveitapiltsins draumur (4 mörk)

Polladeild
1. Leiknari
2. Eimreiðin
3. FC BBQ
Markakóngur: Ágúst, FC BBQ (7 mörk)

Önnur verðlaun
Gleðigjafarnir (KK): Ginola
   Vörðu titilinn frá því í fyrra. Gjafmildir gleðigjafar.
Gleðigjafarnir (KVK): Doddi
   Hressar stelpur og söngurinn ómótstæðilegur.

Búningaverðlaun (KK): FC Burberrys
   Tók okkur þrjú ár að fatta hve flottir búningarnir þeirra eru.
Búningaverðlaun (KVK): FC Kroppar
   Hjúkkubúningar, já, takk!

Þorparinn (KK): Ívar í Breiðabliki
   Eitthvað af rauðum kortum fór í loftið.
Þorparinn (KVK): Steinunn í FC Ferskjum
   Horfið bara framan í hana!

Athyglisverðasta fagnið (KK): Hermann Hreiðarsson
   Afar athyglisvert og hömlulaust fagn!
Athyglisverðasta fagnið (KVK): Team F&F
   Lukkdýrafagnið.

Stærsti sigurinn: Magni, 12-0 á móti gleðigjöfunum í Ginola.

Heiðursverðlaun Pollamótsins fær Ungmennafélagið Óþokki fyrir mikla tryggð við mótið og marga þátttakendur í gegnum árin. Þess má geta að Umf. Óþokki átti eitt lið í Polladeildinni, þrjú lið í Lávarðadeild, eitt í Öðlingadeild og eitt í Dömudeild.Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.